Kapphlaup
Er lífið kapphlaup?
Mig setur stundum hljóða, ekki það að það fari mér ekki vel að þagna af og til heldur sú blákalda staðreynd að meirihlutann af ævinni hef ég verið í kappi við eitthvað. Ekki endilega á hlaupum enn unnið meira til að eiga fyrir öðrum gardínum eða einhverju öðru misgáfulegu eftir því hvernig hugurinn hefur verið stemmdur hvert sinn.
Ég hef því ekki notið ferðalagsins sem skyldi, lífið er jú ferðalag frá vöggu til grafar.
Ég hef hlaupið eftir eigin vanköntum og dyntum ekki síður en annara. Oft hefur þessi gauragangur skilað litlu sem engu, eftilvill lúnum tám og hugsýki á mismunandi stigi.
En stundum ferskum huga og líkama.
Það sem ég er að hugsa:
Þarf ég betri bíl, stærra hús, fleiri föt og svo framvegis?
Ég er ekki viss. Þó svo ofangreint sé gott og gilt er ekkert sammerkt með því og aukinni vellíðan og sálarró.
Ég ætla að staldra við og hugsa og njóta, þó ekki sé nema að velta fyrir mér fjölbreytileikanum í gráa litnum sem ekki er til staðar í dag.
Ég ætla líka að velta fyrir mér í hverju samlíðan er fólgin.
Njótið dagsins, lífsis og hvers annars.
1 Comments:
Já nafna eins og oft áður hefur þú rétt fyrir þér. Maður er endalaust að hlaupa á eftir einhverju. Ég held að það sé fullorðins -þroskamerki að staldra aðeins við og hugsa, líta yfir farin veg, fengna verðlaunapeninga og ómetanlegar minningar. Maður er svo ótrúlega fljótur að gleyma sér í einhverju spretthlaupi. Það væri margt auðveldara ef maður væri eins fljótur að tileinka sér allt það góða og gáfulega sem maður sér þó sumstaðar í nágreninu ef maður setur upp sterku gleraugun. Stundum virðist heimurinn bara fullur af óvitrum ráðamönnum sem sjá ljósið í gegnum byssukjafta!!
Njótum ferðarinnar!!!!!!!!
By Nafnlaus, at 10:44 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home