Reka á reiðanum.
“Það hefur ekkert upp á sig að láta reka á reiðanum og dreyma um að vera eitthvað- þú verður að vita hvað þetta eitthvað er.”
Þessu gullkorni stal ég af síðunni hennar Hafdísar vinkonu.
Takk fyrir að vera vinkona mín.
Það er án efa frábært að láta sig dreyma um eitthvað, verða eitthvað, vera eitthvað, gera eitthvað og draumar kosta ekkert meðan þeim er ekki fylgt eftir. Alltaf hægt að byrja upp á nýtt frá grunni.
Fyrst er trúlega að vita hvað þetta eitthvað er og taka ákvörðun, þá er mikið í höfn. Jú öll ferðalög byrja á einu litlu skrefi. Þegar ákvörðunin er komin er það eftirfylgnin, er staðfestan næg til að fylgja draumum sínum?
Er draumurinn þess virði?
Hversu löng er leiðin að draumnum, eru margar hindranir á leiðinni eða er leiðnin bein og greið, oft er lítið um svör þegar stórt er spurt.
En eitt er víst að það hefur ekkert upp á sig að láta reka á reiðanum, ef draumurinn er þess virði er best að halda af stað, láta hjartað ráða för og njóta ferðarinna af fremsta megni.
Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.
1 Comments:
Draumar eru yndislegir á meðan þeir breytast ekki í martraðir. Það er gott að taka ákvörðun þó hún innihaldi bara það að bíða með að taka ákvörðun, það kenndir þú mér. Í gærkvöldi tók ég endanlega ákvörðun varðandi nánustu framtíð. Sú ákvörðun varðar vinnustaði og ég segi þér nánar frá því síðar (vil ekki setja það fram þar sem margir geta séð).
Horfum hugrökk fram á veginn, látum okkur dreyma en munum að maður á ekki að láta reka á reiðanum.
By Nafnlaus, at 3:27 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home