Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, júní 06, 2006

Kostnaður

Það hefur ekki farið fram hjá mér að sviptingar eru í stjórnmálaheiminum. Ég sé nú ekki í hendi mér hverjar afleiðingarnar verða, enda held ég að það skipti ekki meginmáli hver heldur um stjórnartaumana hvert sinni. Einhvernveginn vilja allir skara eld að sinni köku.
Þar sem það fer mér afskaplega vel að hugsa, tók ég mig til og hugsaði.

Hvað kosta svona breytingar?

Biðlaun, eftirlaun, lífeyrir, starfslokasamningar, tilfærslur í embætti hljóta að kosta peninga og koma þeir ekki að hluta til úr mínum vasa?

Ég hef engar forsendur til að reikna þetta saman, en gaman væri að sjá tölur um vitleysuna.


Njótið dagsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com