Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, júní 07, 2006

Uppáhaldsbarnið!

Hún dótla mín sagði mér það þegar hún kom og knúsaði móðurmyndina sína eftir langa dvöl í Taivan að henni þætti ekki mikið til þess koma að vera uppáhaldsdóttirin, þar sem hún væri ein um hituna.
Ég dossað um stund hún hefur stundum lag á að gera mig hálf (takið eftir "hálf")
orðlausa gerist ekki oft en gerist samt. En hún kemur mér oftar til að hlæja með skondnum athugasemdum eða að verða vitlaus úr hlátri yfir eigin fyndni. Það eru miklir mannkostir.

Hún ætlar ekki að stoppa lengi hérlendis stelpukornið mitt ef hún fær einhverju ráðið. Mér sýnist á öllu að hún ráði því sem hún vill ráða, ég skil nú ekkert í því að telpur vart þurrar bak við eyrun skuli vilja ráða sér sjálfar. Hnuss.
Hún var vart komin til landsins þegar hún réði sig í vinnu upp í sveit við leiðsögn um fornar slóðir, kraftur í þeirri litlu. En á móti kemur að það er langt í skottið á henni. Ég er glöð fyrir hennar hönd og fegin að lifa á tímum gemsa, msn, skype og alls þess samskiptadóts sem ég kann lámark á en gerir mér kleyft að þurfa ekki að bíða eftir landspóstinum.


Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com