Talnaspeki
Talnaspeki frá: www. zedrus.is
Var að skruna á netinu og fann þessa miklu speki.
Persónutala; 8
Um hana gegnir sama mál og töluna 7, að hún stuðlar ekki að háttvísi, en hún geislar frá sér ákveðni, sem í ástamálum og vináttu verður oft til þess að vinna bug á slæmum áhrifum við fyrstu kynni og að lokum til þess að vinna ást þess, sem þú þráir. “Huglaust hjarta vinnur aldrei hylli fagurrar konu” ættu að vera einkunnarorð þeirra, sem eru undir áhrifum tölunnar 8, því að þeir verða oft ásfangir af þeim, sem ofar þeim standa í mannvirðingastiganum, og ganga í hjónaband gegn ráðum allra vina sinna, og njóta mikillar hamingju með maka sínum, þrátt fyrir það, að allar líkur virtust benda til hins gagnstæða. En við fólk, sem þeim er ekkert sérstakelga hugljúft, eru þeir verjulega stuttir í spuna og ókurteisir.
Köllunartala; 8
Þessi tala leggur lið sitt öllum framkvæmdastörfum. Áhrif hennar styrkja þá, sem stjórna verslunarfyrirtækjum, iðnaðarreksti eða fjármálum, og hún er sérstaklega hliðholl þeim, sem setja sér það markmið að vinna sér stöðu, auðæfi og völd, þótt við ofurefli sé að etja. Hún veitir stefnufestu og hagsýni. En þótt hún lofi ríkulegum launum að lokum, þá er hún ekki tala skjótra og auðunninna sigra. Talan 8 táknar erfitt starf og mörg vonbriði, en sigurvonir eftir margra ára harða baráttu. Þeir, sem láta fljótt bugast, meiga ekki vænta mikils af henni, því að hún gæti orðið til þess eins, að auka áhyggjur þeirra og mistök, þegar aðrir, sem gæddir eru meiri viljaþreki, halda leið sína, þrátt fyrir öll vonbrigði og alls konar öfugsteymi.
Örlagatala; 9
Þessi tala er kjörin fyrir þann sem er viðurkenndur foringi félaga sinna. Sveiflur tölunnar 9 eru einkar kraftmiklar, og þeir, sem eru undir áhrifum hennar, eru gæddir þrotlausum dugnaði og hugkvæmni. Þeim líður best, þegar þeir eru að gera stórfelldar áætlanir og taka ákvarðanir, sem valda miklu um velferð margra manna. Þetta er ekki tala þeirra, sem “fara hjá sér” í fjölmenni eða kjósa heldur frið og kyrrlátt heimilislíf en hinn sífellda eril og æsingu þjóðmálanna. Þess háttar mönnum veldur talan 9 einungis vanlíðanar.
Andlegtala; 2
Þetta er tala hins umburðalynda manns. Kjörorð hans er “Lifðu og lofaðu öðrum að lifa”, og það má gera ráð fyrir, að hann hugsi um sjálfan sig, en treysti öðrum, sem traust verðskulda. Hann er mjög hjálpfús að eðlisfari og samvinnuþýður, en laus við drottnunargirni. Þó er einn galli á gjöf Njarðar. Honum hættir til að láta sér sjást yfir mikla galla, og hann á það til að taka of hart á smámunum. Hann verðrur að gæta sín við óþolinmæði og smámunasemi, þegar heppilegra væri að láta sig lítilfjörleg ágalla engu skipta. Að sjálfsögðu geta tölurnar í nafninu breytt þessum skapeinkennum, en þau eru eigi að síður til í eðli hans.
Dulartala; 38
Ef þú sýnir ekki meiri ákveðni og skapfestu en raun er á, og á þetta einkum við hringl þitt úr einu í annað, dag frá degi, í stað þess að ljúka við verk þín, þá fer illa fyrir þér að lokum. Vertu sérstaklega tortrygginn á það, sem þér virðist góðar afsakanir fyrir, þvi að fresta til morguns því, sem þú getur gert í dag.
Svo mörg voru þau orð.
Njótið hvers annars.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home