Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

sunnudagur, júní 11, 2006

Helgi minn

Já, hann Helgi minn útskrifaðist frá Háskólanum í Reykjavíkí gær, ekki nóg að hann sé tengdamömmuvænn heldur klár líka. Hann er sem sé orðinn rafmagnstæknifræðingur ekkert smá lang orð það. Veisluborðið svignaði af hnallþórum og stríðstertum ásamt margvíslegu góðgæti að hætti þeirra hjónaleysa. Ekki fór ég léttari þaðan, enda góðar veislur aldeilis ekki gjörðar til að fara svangur af vettvangi.
Dóttirin snjalla var með ritskoðunarsvipinn sem þýðir á mannamáli að ekki er við hæfi að láta vaða á súðum um hvað sem er. Viðkvæmar sálir innanum annars fyrirtaksfólk. Ég ætti nú eftilvill að orða þetta öðruvísi en ég geri ráð fyrir því aðalþjóð sé kunnugt um að fyrirtaksfólk geti verið viðkvæmar sálir en ekki eingöngu forhertar sálir. Nóg um sálir.

Hvað er sál?
Hvað eru sálir?

Það borgar sig ekki fyrir mig að fara að húxa, feldurinn er orðinn heldur slitinn.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • "Sál" er rafmagnið í skrokknum. Þegar batteríin klárast hverfur sálin. Svo einfalt er það.

    By Blogger Gunnar , at 7:05 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com