Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, júní 20, 2006

Ég vísa............

í athugasemdina við "listin að elska" Ísfirðingurinn fer þar ákostum sem oft fyrr. Öllum er frjálst að lesa athugasemdina nema ísfirðingsfrúnni. Mig langar nú helst að taka afrakstur ritfimi ísfirðingsins og birta hér en þar sem hans ektakvinna hefur ekki leyfi til að lesa þá læt ég það vera. Því ef hún væri að skruna á netinu gæti hún rekist á síðuna mína og lesið en ísfirðingar eru stálheiðarlegt fólk þannig að ísfirðingsfrúin færi nú aldrei að líta ákommentin hjá öðrum sérstaklega ef vel og vendilega er tekið fram að lesningin sé ekki henni ætluð.

Svo af öfundsýki:

Ég öfunda skipulagt fólk. Svona sem dæmi um ferlið; fólk sem ákveður að þrífa bílinn sinn klukkan fjögur, fer fyrst og skiptir um föt tekur allt saman sem við á að éta og byrjar verkið og hættir ekki fyrr en allur bíllinn er snurfusaður utan og innan og allt um kring.

Ég hinsvegar tek ákvörðun að þrífa bílinn hér og nú, skiptir þá engu um stað og stund, búininginn eða græurnar, skutlast á næsta stað þar sem fyrir finnst rennandi vatn og hefst handa. Bæng........ allt í einu uppgötva ég að spariskórnir (Vandaðir pinnahælaskór) eru orðnir eins og blöðrur, sparikjóllinn (Silki og taft) klístrast rennblautur um minn íðilfagra skrokk.
Ég nefni ekki hér hvernig hárgreiðslan og stríðsmalning frúarinnar lítur út eftir vatnsgusur í allar áttir.

Hér á herragarðinum okkar Gösla er sama upp á teningnum. Ég ákvað að mála, ekki veggi heldur með olíu á striga og vatnslitum á pappír. Afleiðingarnar eru dásemdin ein. Eldhúsið, borðstofan, stofan, betri stofan, sjónvarpsherbergið og aukaherbergin eru undirlögð auk þess sem ég hef lagt undir mig bílskúrinn, svæðið undir bílskúrnum og hluta af þvottahúsinu. Framangreint væri nú ekki svo slæmt ef ég ætti orðið eitthvað til að vera í, því alltaf fer á einhvernhátt framhjá mér að fara í slopp og setja upp hanska. Gösli minn stynur stundum en sættir sig við migeins og ég er, þakklátur fyrir gönguleiðina sem hann hefur: forstofa - eldhús - baðherbergi - svefnherbergi. Nettur og lipur maður múrarinn sá.


Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • unreliable and might result in an international standards, says leaving on March 14. moved to the Anderson House, an deaths.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:54 f.h.  

  • Konan stendur á þröskuldi(eða rambar á barmi) heimsfrægðar,fyrst velenskumælandi heimspekingar eru farnir að láta ljós sitt skína! Raunar er álitið illskiljanlegt en er örugglega bara gáfulegra fyrir vikið. Vona svo að þessu broti af heimsfrægð hafi ekki fylgt einhver illvígur vírus.....maður veit aldrei hvað fylgir slíkum sendingum.

    By Blogger Gunnar , at 6:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com