Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

föstudagur, júní 16, 2006

Haglél

og hríð........

Ekki eru mörg ár síðan að ég lenti í hagléli og hríð sextánda júní hér í Borgarbyggð ég vona einlægt að sleppa í dag og til þess að tryggja mig gegn sumarhagléli ætla ég að halda í annann landshluta.

Ég ætla á Brandi suður.

Ég ætla á Leysinu suður.

Sko ynja stakk upp á Brandi og Hafdís stakk upp á að bíllinn héti ekki neitt, sem sé nafnlausi bíllinn. Dálítið langt að segja "Ég er að fara á nafnleysinu suður" Tek fyrri hluta samsetta orðsins frá = leysinu eða laus samanber nafnlaus.

En Brandlaus!!! Svo gæti ég ímyndað mér að "ara" hefði verið tekið úr samsetta orðinu, enda segja bílar sjaldnast brandara, en lélegt þykir mér að vera á húmorslausum bíl. Gleði gefur jú lífinu gildi.

Hummmmmmm.
Dosssssssssss!
Ég sletti nú góm.

Dreg fram gatslitinn feldinn og húxa málið betur.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • Þetta er greinilega mikill gæðavagn sem þú ekur á.

    By Blogger Anna Kristjánsdóttir, at 3:57 e.h.  

  • Öllu má nú nafni gefa, bara það eitt að vera nafnlaus segir sína sögu í mínum herbúðum.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:31 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com