Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, júní 15, 2006

Framtíðin

grefur fortíðar mein............ stendur skrifað einhverstaðar og er ég einlægt á sömu skoðun.

Ég og Hafdís nafna mín og vinkona eyddum saman deginum í gær í vatnslit - og akrýlmálun tedrykkju og slúður. Tókum skarplega á fyrstu þremur atriðunum en af og til uppgötvuðum við að ekki var nóg spjallað en stundirnar voru góðar, stefnt er á endurtekningu við fyrsta tækifæri.

Nú ég fékk frá útlandinu í gær kjarnaolíu eina væna sem ég ætla að reyna á mér og Hafdísi, þessi olía í bland við fleiri góðar eru sagðar vinna á örum bæði nýjum og gömlum. Myndir verða teknar í upphafi og síðan á mánaðar fresti. Bera blönduna á lámark þrisvar á dag í allt að þrjá mánuði eftir aldri öra. Og svo verður gaman að sjá hvernig þetta virkar.

Nú ef einhver vill taka þátt með okkur er bara að hafa samband og ég brugga hina göróttu olíu og kem á staðinn. Ég hef afskaplega gaman af öllu því sem nýtt er fyrir mér, eftilvill ekki nýtt undir sólinni en nýtt mér.



Ég fjárfesti í nýútkomnum cd diski með stórsöngkonum á borð við Ellen Kristjáns, Andreu Gylfa og Ragnheiði Gröndal ásamt Sigríði Eyþórs og Hildi Völu. Heilluð upp úrskónum ogannað kemst ekki að, jafnvel Magnús Þór hefur verið settur til hliðar um stund sem hefur þó sungið fyrir mig eina frá því diskurinn hann kom út.

Iss og iss ég þarf að fjárfesta í bremsudiskum og bremsuklossum í bílinn minn sem hefur ekki fengið nafn.

Ég hef átt Rósmund, Kormák og Hinrik en þessi hefur ekki nafn sem er miður en við höfum ekki tengst á sama máta og hinir.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • Ég var í upplognum önnum í dag svo ég æfði mig ekkert í að elta dropann. Veit ekki hvort ég næ því nokkurn tíman en ég lofa samt að æfa mig. Takk fyrir frábæran dag sem vonandi verður endurtekinn á næstunni. Hafðu það sem allra best og ég veit að ef þú leggur þitt fagra höfuð í bleyti finnurðu nafn á bílinn, nú ef ekki þá ert allt í lagi að eiga nafnlausan bíl!

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:24 e.h.  

  • Mér finnst að bílinn eigi að heita Brandur.
    Brandur er gott nafn á bíl

    Lynja

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com