Höfuð í bleyti
og heilinn í karrý.
Karrý er sem sé allra meina bót.
Í gær þann tólfta átti hún Hafdís Lilja níu ára afmæli. Til hamingju með það litlan mín. Hún er flutt ásamt fjölskyldu sinni til Póllands. Það er tómarúm í hjarta mínu en gleði í leiðinni, lífið er eins og það er sambland af gleði og sorg. Sorgin stafar af eigingirni, gleðin af væntumþykju.
Maðurinn sem elskar mig eins og ég er vitnaði í stórskáldið þegar við hittumst loks " Ég sakna þín mest á nóttinni þegar svipirnir fara á stjá". Sætt.
Hann þarf núna að deila rúmi með langömmusystir. Já nýr áfangi í lífinu - langömmusystir.
Nú................ Matta stóralitla systir ( elst en minnst) á son sem heitir Pétur Ólafur hann á dóttir sem heitir Heba og sú fallega stúlka eignaðist tvíbura. Strák og stelpu.
Nú er bara spurning um hvert nafnanna er hljómþýðara:
Ingi og Hafdís
Inga og Hafdísar
Mjöll og Liljar
Lilja og Mjallar
Allavega er ég fullviss um að foreldrarnir verða þakklátir fyrir nafnavalið.
Lítil fjögurra ára trúði mér fyrir því að flóarnir hefðu bitið hana í fótinn. Húxa:
Faxaflói og Húnaflói?
Þar sem vindarnir fikta ekkert í gardínunum stefni ég á fótaferð.
Njótið dagsins lífsins og hvers annars.
Karrý er sem sé allra meina bót.
Í gær þann tólfta átti hún Hafdís Lilja níu ára afmæli. Til hamingju með það litlan mín. Hún er flutt ásamt fjölskyldu sinni til Póllands. Það er tómarúm í hjarta mínu en gleði í leiðinni, lífið er eins og það er sambland af gleði og sorg. Sorgin stafar af eigingirni, gleðin af væntumþykju.
Maðurinn sem elskar mig eins og ég er vitnaði í stórskáldið þegar við hittumst loks " Ég sakna þín mest á nóttinni þegar svipirnir fara á stjá". Sætt.
Hann þarf núna að deila rúmi með langömmusystir. Já nýr áfangi í lífinu - langömmusystir.
Nú................ Matta stóralitla systir ( elst en minnst) á son sem heitir Pétur Ólafur hann á dóttir sem heitir Heba og sú fallega stúlka eignaðist tvíbura. Strák og stelpu.
Nú er bara spurning um hvert nafnanna er hljómþýðara:
Ingi og Hafdís
Inga og Hafdísar
Mjöll og Liljar
Lilja og Mjallar
Allavega er ég fullviss um að foreldrarnir verða þakklátir fyrir nafnavalið.
Lítil fjögurra ára trúði mér fyrir því að flóarnir hefðu bitið hana í fótinn. Húxa:
Faxaflói og Húnaflói?
Þar sem vindarnir fikta ekkert í gardínunum stefni ég á fótaferð.
Njótið dagsins lífsins og hvers annars.
2 Comments:
I was just laughing and crying reading your blog...I'm sorry that you have to see your grandaughter go to a different country...I hope that you get a chance to visit them. And then...the names..you should send that to Heba she might need help picking names...lolol
I love you much syss
By Nafnlaus, at 9:42 e.h.
Heil vika hlýtur að vera nóg fyrir heila í karrýi til að gegnsýrast.(karríast). Það er farið að vanta ferska dropa af þinni borgfirzku blöndu í þetta haf orða og stafa.
By Gunnar , at 7:49 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home