Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Ef ég væri -----------

hani stæði ég á öðrum fæti á húsþakinu hjá mér og tæki grobbgalið með tilheyrandi hanadansi. En þar sem ég er ekki hani þá:

Til hamingju Soffía með meistaranámsstyrkinn. Þú ert snillingur.

Það er gott að vera glaður með sitt.

Af öðru, hér í Borgarnesinu er ungur maður( Ágúst Haraldur) á áttunda aldursári ástfanginn upp fyrir haus. Hann kom að máli við afagösla, bað hann bestastann að láta sig vita um leið og Harpa Dögg (dama sem byrjar í skóla í haust) kæmi ömmuhelgi. Afinn sór og sárt við lagði að svo myndi vera. Nú má amman finna tíma sem fyrst ef hún á að halda stöðu sinni sem kakóamma.

Hinsvegar verður til þess að líta að sú sem ætlaði að vera í sumarfríi frá fyrsta ágúst hefur tekið að sér ómælda vinnu fram undir tuttugasta ágúst.

Njótið hvers annars, dagsins og lífsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com