Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, ágúst 08, 2006

Brjóstið á mér.

Ég er nú reyndar með tvö ef einhver skyldi vilja vita það. Nú ef ekki þá er að setja upplýsingarnar með öllum hinum einskisvirði upplýsingum í gleymsku aldanna.

Það fer sem sé ýmislegt fyrir brjóstið á mér þessa dagana til að mynda, klúðurslegt orðaval fréttamanna í sjónvarpi og það sjónvarpi allra landsmanna:

..............staddur við minnið á Hvalfjarðargöngunum................

Í fyrsta lagi vissi ég ekki að Hvalfjarðargöngin hefðu minni.
Í annan stað er ekki nægilegt að vera sætur til að vera fréttamaður(hjálpar trúlega)
Þriðja atriðið er að ég þoli illa rassbögur nema hjá sjálfri mér.

Fyrir margt löngu keyptum við ástarfuglarnir hér í Borgarnesi Viðskiptablaðið því var snarlega sagt upp því ekki var hægt að lesa heila málsgrein án þess að hnjóta um rassbögur, málvillur, stafsetningarvillur, innsláttarvillur, lákúrur og alsherjar þvælu.
Í dag þori ég ekki að lesa blaðið þó ég rekist á það á förnum vegi. Huglaus ójá.

Þetta var nöldur dagsins.

Ísfirðingurinn benti mér á að ferð á Garðskagavita væri ferð sem ekki væri farin til einskis, er ég þakklát fyrir það, hugsa málið þegar ég fer í sumarfrí.
Trúlega verður fríið haustfrí en hver er munurinn eiginlega svona ef horft er til veðurblíðu sumarsins sem er að líða.

Lífið er ferðalag frá vöggu til grafar, njótið ferðalagsins, hvers annars, dagsins og lífsins.

Og ekki gleyma gleðinni, það er svo gott að ylja sér með hana sér við hlið.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Nú undanfarna daga hef rekist á í Fréttablaðinu, á textavarpinu og mbl.is sömu amböguna, þó ekki í sömu frétt. Þar er talað um að eitthvað hafi OLLIÐ einhverju! Ég veit ekki olli þessari vitleysu en hallast helst að því að skortur á beygingarkunnáttu hafi VALDIÐ henni. Hins vegar er ég bara bifvélavirki en ekki háskólagenginn í neinu fagi, hvað veit ég..........?

    By Blogger Gunnar , at 7:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com