Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, ágúst 21, 2006

Aldrei aftur.

Aldrei aftur ætla ég að borða hrísgrjónagraut. Og ekki orð um það meir.


9-8-8-6-6-4

Ofangreindar tölur eru aldurstölur barnabarnanna sem hafa dvalið hjá mér frá laugardegi.
Það er dýrðlegt að vera amma.


------------------------
Þar sem ég er nú vatnsberi er best ég láti fljóta með:

Vatnsberinn er gimsteinn - óunninn demantur, skorinn af þeim sem elska hann. Þú veltir kannski fyrir þér hvers vegna tiltekin manneskja hafi orðið fyrir valinu. Kannski færðu aldrei að vita það, en sambandið breytir þér fyrir lífstíð.

------------------------

Njótið lífsins, dagsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

3 Comments:

  • Kemur mér alls ekki á óvart að vera gimsteinn - óunnin demantur eins og þú nafna. Mér líður oft eins og óslípaður demantur, þess vegna er ég endalaust að reyna að slípa mig til á hinum ýmsustu sviðum!!!

    Reikna með að þessi yfirlýsing með hrísgrjónagrautinn tengist ömmuhelginni hjá þér!!
    Njóttu lífsins og lifðu heil!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:28 f.h.  

  • Ekki ég heldur!

    Til hamingjju með barnabörnin sex

    By Blogger Anna Kristjánsdóttir, at 12:34 e.h.  

  • Nú er orðinn friður í kotinu og engin hrísgrjónagrautur þar til hryðjuverkamennirnir koma næst.

    Þær eru þessi virði (þessi eini strákur er talin með stelpunum) en gott að geta afhent þær foreldrum.

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com