Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

föstudagur, ágúst 18, 2006

Dauft yfir vötnum.

Stundum er dauft yfir vötnum ég veit nú reyndar ekki alveg hver merkingin er en held að verið sé að tala um að lítið sé um að vera.

Hvað er lítið og hvað er mikið?

Og enn einu sinni: Við hvað er miðað og hvernig er mælt?

Ef ég miða út frá eigin nafla sem mér finnst stundum vera nafli alheimsins þá er lítið það sem ég á auðvelt með og mikið það sem ég á í fullu fangi með.

Í dag er lítið framundan.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com