Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

laugardagur, ágúst 26, 2006

Námið.

Ó já sest á skólabekk einu sinni enn. Gaman að geta lifað og leikið sér. Og ég gleymi oft á tíðum að vera þakklát fyrir en er það svo sannarlega.

Ég heyrði í útvarpinu að lögreglan væri með hertar aðgerðir á götum úti. GOTT MÁL SVO LENGI SEM HÚN HIRÐIR MIG EKKI FYRIR AFGLÖP.
Í vikunni sem er að líða hef ég gert mig seka um að þverbrjóta umferðarlögin.

Nú fyrst skal telja að ég ók yfir á rauðu.
Svo ók ég inn einstefnuakstursgötur.
Í þriðja lagi ók ég á móti umferð á tvíbreiðri akbraut.

Ofangreind atriði eru eingöngu þau sem ég tók eftir. Lánsöm að valda ekki slysi. Ég var sem sé ansi suðvestan við mig í vikunni sem leið.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

3 Comments:

  • Til hamingju með að vera byrjuð í skóla aftur. Nú og líka til hamingju að sleppa þegar þú varst suðvestan í vikunni. Ég trúi nú ekki öðru en að þú takir þig á og hugsir aðeins minna þegar þú ert ökumaður í næstu viku. Það er nefninlega hægt að gera svo ótal margt skemmtilegra við peningana sína enn að greiða sektir með þeim!, þó svo sektir séu bara það sem minnstu máli skiptir.
    Eftir að farið var hringinn á bíl eins og mínum á einhverjum örfáum díseldropum er ég í óðaönn að æfa góðakstur. Hugsaðu þér hvað ég kemst oft til Reykjavíkur "ókeypis" ef ég breyti aksturslagi mínu.
    Enn og aftur til hamingju með námið!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:31 e.h.  

  • Please be careful sis...but you know how it is with smart educated people...I'm sure you were deep in thought...solving problems....well at least that what I say when I do something stupit like driving the wrong way on a one way street...love you much.
    Matta sis

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:22 e.h.  

  • Hæ syss, það er aldeilis stórhættulegt að vera utan við sig í umferðinni en ég reyni að halda athyglinni á réttum stað. Líði þér sem best og mér þykir afspyrnu vænt um þig.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:13 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com