Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, ágúst 28, 2006

Gáfuð.

Óskaplega er gott að vera gáfuð, vita allt og geta allt (kemur það gáfum við) og ef maður veit ekki hlutina þá láta sem svo sé með gáfulegum athugasemdum og gefa frá sér viðeigandi hljóð á réttum tíma. Og ef maður getur ekki eitthvað, kenna þá einhverju öðru um en eigin getuleysi(aðstæðum eða jafnvel einhverjum sem er fjarri öllu gamni). Svo er ákaflega gott að vera réttlátur sér.

Nóg um þetta.

Ég á lítinn íþróttakút sem er núna að keppa út í hinum stóra heimi með landsliðinu í körfubolta, stóð mig að því að segja:

Við unnum .............
Þeir töpuðu gegn ..................

Niðurstaða:

Ég á hann þegar liðið vinnur og hann á sig sjálfur þegar liðið tapar.

Það fór um mig kjánahrollur þegar ég horfðist í augu við eigin asnaskap.

Þar sem ég er á leið í skólann datt mér í hug vísa:

Illa námið oft mér gekk
ýmsu lenti í þófi
Fæddist inn í fyrsta bekk
féll á hverju prófi.

Svo mörg voru þau orð.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • Þú hefur, vitandi eða óafvitandi, sett fram .kvöldbæn stjórnmálamannsins í eilítið breyttri mynd (Guð, ég þakka þér fyrir að ég skuli vera gáfaður, vita allt og geta allt......o.s.frv.)

    Vísan er góð, frumortirðu hana? /(Ég minnist konunnar á Matthildarplötunni sem var með matreiðsluþáttinn. Hún hóf þáttinn á orðunum:"Ég ætla að lesa fyrir ykkur nokkur ljóð sem ég frumorti")

    Ég naut dagsins, takk fyrir.

    By Blogger Gunnar , at 9:40 e.h.  

  • Nei ekki orti ég né frumorti þessa.
    Frábært að njóta dagsins ekki satt?

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com