Gáfuð.
Óskaplega er gott að vera gáfuð, vita allt og geta allt (kemur það gáfum við) og ef maður veit ekki hlutina þá láta sem svo sé með gáfulegum athugasemdum og gefa frá sér viðeigandi hljóð á réttum tíma. Og ef maður getur ekki eitthvað, kenna þá einhverju öðru um en eigin getuleysi(aðstæðum eða jafnvel einhverjum sem er fjarri öllu gamni). Svo er ákaflega gott að vera réttlátur sér.
Nóg um þetta.
Ég á lítinn íþróttakút sem er núna að keppa út í hinum stóra heimi með landsliðinu í körfubolta, stóð mig að því að segja:
Við unnum .............
Þeir töpuðu gegn ..................
Niðurstaða:
Ég á hann þegar liðið vinnur og hann á sig sjálfur þegar liðið tapar.
Það fór um mig kjánahrollur þegar ég horfðist í augu við eigin asnaskap.
Þar sem ég er á leið í skólann datt mér í hug vísa:
Illa námið oft mér gekk
ýmsu lenti í þófi
Fæddist inn í fyrsta bekk
féll á hverju prófi.
Svo mörg voru þau orð.
Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.
Nóg um þetta.
Ég á lítinn íþróttakút sem er núna að keppa út í hinum stóra heimi með landsliðinu í körfubolta, stóð mig að því að segja:
Við unnum .............
Þeir töpuðu gegn ..................
Niðurstaða:
Ég á hann þegar liðið vinnur og hann á sig sjálfur þegar liðið tapar.
Það fór um mig kjánahrollur þegar ég horfðist í augu við eigin asnaskap.
Þar sem ég er á leið í skólann datt mér í hug vísa:
Illa námið oft mér gekk
ýmsu lenti í þófi
Fæddist inn í fyrsta bekk
féll á hverju prófi.
Svo mörg voru þau orð.
Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.