Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, október 02, 2006

Dimmt

Nú er dimmt í Borgarnesi, dagurinn styttist og ég er hætt að vakna upp í birtu dagsins. Ég er hins vegar björt. Ég hef lítið gert annað enn að hvíla mig, hvíld er góð. Etið sofið lært pínulítið og komist að því einu sinni enn að ég hef tilhneigingu til að beygja reglur að mínum eigin hugmyndum. Þá rifjast upp athugasemd sem ég fékk í vettvangsnámi fyrir nokkrum árum " Tekur leiðbeiningum ekki nógu vel" úff. Og ég sem hélt í einlægni að ég væri laus. En hef nægan tíma til að venja mig af því að vilja alltaf stjórna og láta það í hendur annara. Það hefur svosem ekki alltaf leitt mig á beinu braut dyggðarinnar að valsa um í eigin vilja og mætti.

Nú nýjasta dæmið er nuddskólinn sem ég er í, ég er ekki búin með fyrsta áfangann og strax farin að breyta því sem fyrir er lagt, nú nú ætlaði að fara eftir fyrirfram gerðum lista um röð athafna, en viti menn ég bara "gleymdi" því sem mér fannst ekki eiga að vera eins og það var fyrir lagt. Reyni aftur seinna eftir blaði og merki við. Svo er það íhugunarvert hvernig nuddþegum líður þegar ég verð með blöð og penna á rassinum á þeim við að merkja við!!!!!!!!!!!!!


Sjáum til.

Ég hef tekið ákvörðun um að vinna ekki launaða vinnu í október. Svo er að sjá til hvernig mér gengur með það. Á lífsleiðinni er allt fyrst.


Dagur fimmtíu.

Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

3 Comments:

  • Ég fór til Borgarnesar /(beyging: D. Takefusa) um helgina og það var víst bjart- m.a.s. mjög bjart. Ég er ekki frá því að það hafi verið sólskin. Allavega tók ég inn þónokkuð mikið sólskin. Maður á að taka inn allt það sólskin sem maður getur yfir sumarið, svo skín sólin innanfrá yfir veturinn. Annars erum við svo heppin hér syðra, að hafa sól meira og minna allt árið. (hér var ég búinn að skrifa að borgfirsku fjöllin gætu varla skyggt á sólina en mundi þá eftir Hafnarfjallinu og strokaði línuna út) Vestur á fjörðum gegnir öðru máli, og eins fyrir austan. Raunar á það við um flesta staði sem markast af djúpum dölum, löngum fjörðum og háum fjöllum.
    Konan vill hafa "myrkvunargluggatjöld" fyrir svefnklefanum. Þess vegna vöknum við í myrkri allt árið. Það venst.

    Ef þú notar rassinn á nuddþegunum sem skrifborð hvort eð er, er þá ekki nóg að hafa bara pennann? Þar með gætirðu boðið upp á frítt skammtímatattú í kaupbæti!
    (hér var ég búinn að skrifa: ....slægirðu tvær flugur í einu höggi... en datt þá í hug fiskur á slægingarborði og strokaði það út). Punktur.

    By Blogger Gunnar , at 7:53 f.h.  

  • Ég fór til Borgarnesar /(beyging: D. Takefusa) um helgina og það var víst bjart- m.a.s. mjög bjart. Ég er ekki frá því að það hafi verið sólskin. Allavega tók ég inn þónokkuð mikið sólskin. Maður á að taka inn allt það sólskin sem maður getur yfir sumarið, svo skín sólin innanfrá yfir veturinn. Annars erum við svo heppin hér syðra, að hafa sól meira og minna allt árið. (hér var ég búinn að skrifa að borgfirsku fjöllin gætu varla skyggt á sólina en mundi þá eftir Hafnarfjallinu og strokaði línuna út) Vestur á fjörðum gegnir öðru máli, og eins fyrir austan. Raunar á það við um flesta staði sem markast af djúpum dölum, löngum fjörðum og háum fjöllum.
    Konan vill hafa "myrkvunargluggatjöld" fyrir svefnklefanum. Þess vegna vöknum við í myrkri allt árið. Það venst.

    Ef þú notar rassinn á nuddþegunum sem skrifborð hvort eð er, er þá ekki nóg að hafa bara pennann? Þar með gætirðu boðið upp á frítt skammtímatattú í kaupbæti!
    (hér var ég búinn að skrifa: ....slægirðu tvær flugur í einu höggi... en datt þá í hug fiskur á slægingarborði og strokaði það út). Punktur.

    By Blogger Gunnar , at 7:53 f.h.  

  • Tek málið til djúprar athugunar.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:36 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com