Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, september 04, 2006

Öðruvísi.

Já ég var í öðruvísi brúðkaupi á laugardag, fallegu og hlýju. Það sem máli skiptir er að sambúðin er blessuð af kirkjuþjóni og aldeilis lögleg. Nú og allir sátttir.
Óhefðbundið brúðkaup sem fór fram í hlöðu að Laxnesi, borð og bekkir riðandi með nagla uppúr á ýmsum stöðum en ekkert skyggði á þá gleði og ánægju sem var við völd. Ég vona af öllu hjárta að nýgiftu hjónunum gangi allt að sólu.

---------------------

smjörklípuaðferðin hans Davíðs Oddsonar heillaði mig upp úr skónum. Ég hlustaði á hann í sjónvarpinu í gær, vel máli farnir menn hrífa mig alltaf með sér, ekki er ég endilega sammála skoðunum hans en orðræðan var snilldin ein.

---------------------

Námið gengur vel og ég er heilluð af öllu því sem verið er að gera. Ætla að hefjast handa við formlegt æfingarnudd á morgun. Nú og ef einhver hefur áhuga á að vera tilraunadýr hjá mér er bara að láta vita og ég mun glöð hafa samband. Því fleiri því betra.

Njótið dagsins, lífsins og ekki síst hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • flott blogg.

    einhvertimann langar mig ad fa nudd hja ter:)hehe.! En ja bara skoli hja mer, vona nu samt ad hann verdi betri:(

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:57 e.h.  

  • Sko stelpurófa, þegar ég kem í heimsókn skal ég nudda þig, bið að heilsa öllum.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com