Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, september 21, 2006

Jólin

Já dagarnir detta hratt áfram í átt til jóla, það er nú alltaf jafnskemmtilegt. Og notalegt að hafa alla þessa föstu punkta í lífinu. Ég yrði nú aldeilis undrandi hlessa og bit ef árstíðirnar myndu rugla sér, til að mynda ef á eftir vorinu kæmi vetur og á eftir vetrinum haust og svo framvegis. Já betra er allavega fyrir mig að hafa flesta hluti eins og ég hef vanist þeim.

Heilluð upp úr skónum af skólanum og þeim nýju fræðum sem þar eru til umfjöllunar, fræðin eru ný mér. Sem gera þau svo undraverð.

Helmingur barna minna er staddur erlendis til langdvalar, ég sendi þeim kærleik, ást og von og vissu um velgengni.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

4 Comments:

  • Hi sis....long time...yes I read that thing about sex with animals...I was not really surprised...there are a lot of sick people out there.....but I was surprised to know that it is actually allowed....
    Love you...

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:34 e.h.  

  • Óþolandi perrar út um allt, rétt sagt "veikir einstaklingar" jafnveikir þeir sem gera og þeir sem leyfa gjörðina ekki satt? Ég er fegin að þurfa ekki að vita allt.

    Vona að þú hafir það sem allra best, ég veit að þú gengur á Guðs vegum.

    Vona að ég sjá þig innan tíðar eða í það minnsta innan árs.

    Bið að heilsa

    Kveðja

    Hafdís

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:17 f.h.  

  • Kæra vinkona, hvar ertu, varla dottinn í jólabaksturinn! Veit svo sem að það er nóg að gera hjá þér í skóla, vinnu og þeytingi. En ég sakna þess þegar hugleiðingarnar þínar fara í frí.
    Kveðjur frá Köben, Hafdís

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:48 e.h.  

  • GLEÐILEG JÓL

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com