Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, september 12, 2006

Afmæli.

Hann sonur minn á afmæli í dag.
Til hamingju með daginn Torfi.

Hann á afmæli í dag-hann á afmæli í dag.
Hann á afmæli hann Toooooooooooooooooooooooooooooooooooorrrrrrrrrrrrrrfi.
Hann á afmæli í daaaaaaaaaaaaaaag.

Hann er eitt af afrekum lífs míns.

Dagurinn ljúfur, haustið er að reyna að koma sér fyrir, vor-sumar-haust-vetur, við göngum að þessu öllu vísu, veitir öryggi.
Ég er í það minnsta kát með að ganga að árstíðunum vísum, ég yrði heldur langleit framan í ef núna kæmi vor þegar ég er búin að búa mig undir haust, hvað þá lífríkið.
Stundum er gott að sjá það sem koma skal.

Ég er alsæl með skólann, spennandi, krefjandi og skemmtilegur. Í dag er gott að vera ég.


Njótið hvers annars, dagsins og lífsins.

E.S.

Dagur þrjátíu.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com