Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

sunnudagur, september 17, 2006

Morgunbjört.

Morgunbjört og fögur!!!!!!!!!!!Vildi að satt væri en í það minnsta morgunbjört svo er ég fögur mínum. Sagt er að litlar/engar fréttir séu góðar fréttir svo um er að ræða góðar fréttir á þessum bæ. Ég er í skólanum og að vinna þar fyrir utan, reyndar er skólinn mikil vinna en ég ólst upp við að vinna væri eitthvað sem framkvæmt væri með höndunum en tímarnir breytast og mennirnir með.

Reyndar varð mér á að líta í einhvert blað sem á vegi mínum varð, las þar um dani sem auglýsa kynlíf með dýrum. Það lengdist nú á mér andlitið við lesturinn og ég varð orðlaus um stund, einhvernveginn sé ég ekki hvað er kynæsandi við hunda, ketti, svín, hesta, nashyrninga, fíla og aðrar dýrategundir. En ég er nú bara eins og ég er, hvorki rollur, beljur eða aðrar dýrategundir höfða til mín á kynferðissviðinu. Menn sem stunda þessa iðju eiga samúð mína, eitthvað mikið hlýtur að vera að.

Nóg um það.

Langur vinnudagur framundan og svo frí á morgun, það er gott að hafa heilsu, vilja og þrek til að vinna ekki verra að eiga frídag af og til.
Lífið leikur við mig, ég er þakklát.

Njótið hvers annars

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com