Fréttir
Það má segja að um engar fréttir sé að ræða.
Andleysið uppmálað húki ég hér fyrir framan tölvuna og strita við að hugsa, það fer mér vel að hugsa.
Ég er sannfærð um það, í það minnsta þar til annað kemur í ljós. Ég hugsa mig eftil vill ekki út úr neinni vitleysu en þar sem ég er sannfærð um að hugsun geri mig fegurri en áður held ég áfram. Svo kemur það fyrir í hugsunarástandinu að fólki fjölgar í höfðinu á mér og vill taka þátt í hugsunum mínum og í stað þess að hugsa eitthvað vitrænt þá er ég komin í hörkusamræður við einstaklinga sem tekið hafa sér bólfestu í höfðinu á mér. Ekki er nú allt af skynsemi sagt þar. Ekki er þá annað til ráða en standa upp hrista af sér slenið, vaða hugsunarlaust á móti nýjum degi.
Geri það strax svo ekki verði eftirmáli.
Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.
Dagur sextíuogtvö.
Andleysið uppmálað húki ég hér fyrir framan tölvuna og strita við að hugsa, það fer mér vel að hugsa.
Ég er sannfærð um það, í það minnsta þar til annað kemur í ljós. Ég hugsa mig eftil vill ekki út úr neinni vitleysu en þar sem ég er sannfærð um að hugsun geri mig fegurri en áður held ég áfram. Svo kemur það fyrir í hugsunarástandinu að fólki fjölgar í höfðinu á mér og vill taka þátt í hugsunum mínum og í stað þess að hugsa eitthvað vitrænt þá er ég komin í hörkusamræður við einstaklinga sem tekið hafa sér bólfestu í höfðinu á mér. Ekki er nú allt af skynsemi sagt þar. Ekki er þá annað til ráða en standa upp hrista af sér slenið, vaða hugsunarlaust á móti nýjum degi.
Geri það strax svo ekki verði eftirmáli.
Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.
Dagur sextíuogtvö.
3 Comments:
Hæfilegur skammtur af vitleysu er hverjum manni nauðsynlegur. Þeir sem ekki þola neina vitleysu, hvort sem hún er sögð eða gerð, og líta lífið kringum sig jafnan alvarlegum augum, eiga tæplega skemmtilegt líf. Karl faðir minn horfði stundum á gamanmyndir í sjónvarpi.Þegar hann var spurður hvernig myndin væri svaraði hann jafnan:" Æi, hún er óttalega vitlaus"
Hvað er grín annað en vitleysa? Og er nokkuð hægt annað en gera grín að vitleysu? Vinnufélagi minn er það sem kallað er "morgunfúll" Hann býr við hyldjúpt svartnætti fram að tíukaffi á hverjum morgni og mánudagar eru verstir. Hann er hins vegar aldrei kátari en eftir hádegi á föstudögum.
Hann hefur stundum sett fram þá kenningu að ég muni vera þroskaheftur, því hann getur ekki skilið hvernig hægt sé að mæta hlæjandi í vinnuna á mánudagsmorgni. Í gegnum tíðina hafa fleiri sett þessa skoðun fram, af mismunandi tilefni. Ástæðan er líklega endalaus fíflagangur bæði í orði og verki, sem einkennir allan minn feril frá upphafi. Guð gefi að sá dagur komi aldrei að ég verði tekinn alvarlega. Það, að vera álitinn vitleysingur, gefur nefnilega gríðarlegt frjálsræði. Þessa lífsskoðun mína þekkja samt allnokkrir og vita hvernig henni er beitt daglega.
Taktu sjálfa þig hæfilega alvarlega - og sjáðu til þess að aðrir geri það sama.
By Gunnar , at 9:22 f.h.
Alltaf góður Gunnar, alltaf góður.
By Nafnlaus, at 4:57 e.h.
Danke schön!
By Gunnar , at 5:48 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home