Fréttir
Það má segja að um engar fréttir sé að ræða.
Andleysið uppmálað húki ég hér fyrir framan tölvuna og strita við að hugsa, það fer mér vel að hugsa.
Ég er sannfærð um það, í það minnsta þar til annað kemur í ljós. Ég hugsa mig eftil vill ekki út úr neinni vitleysu en þar sem ég er sannfærð um að hugsun geri mig fegurri en áður held ég áfram. Svo kemur það fyrir í hugsunarástandinu að fólki fjölgar í höfðinu á mér og vill taka þátt í hugsunum mínum og í stað þess að hugsa eitthvað vitrænt þá er ég komin í hörkusamræður við einstaklinga sem tekið hafa sér bólfestu í höfðinu á mér. Ekki er nú allt af skynsemi sagt þar. Ekki er þá annað til ráða en standa upp hrista af sér slenið, vaða hugsunarlaust á móti nýjum degi.
Geri það strax svo ekki verði eftirmáli.
Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.
Dagur sextíuogtvö.
Andleysið uppmálað húki ég hér fyrir framan tölvuna og strita við að hugsa, það fer mér vel að hugsa.
Ég er sannfærð um það, í það minnsta þar til annað kemur í ljós. Ég hugsa mig eftil vill ekki út úr neinni vitleysu en þar sem ég er sannfærð um að hugsun geri mig fegurri en áður held ég áfram. Svo kemur það fyrir í hugsunarástandinu að fólki fjölgar í höfðinu á mér og vill taka þátt í hugsunum mínum og í stað þess að hugsa eitthvað vitrænt þá er ég komin í hörkusamræður við einstaklinga sem tekið hafa sér bólfestu í höfðinu á mér. Ekki er nú allt af skynsemi sagt þar. Ekki er þá annað til ráða en standa upp hrista af sér slenið, vaða hugsunarlaust á móti nýjum degi.
Geri það strax svo ekki verði eftirmáli.
Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.
Dagur sextíuogtvö.