Þriðjudagur
Þriðjudagur í dag. Hvað gerir þennan þriðjudag frábrugðin öðrum dögum?
Hann kemur aldrei aftur.
Svo það er best að haga sér í samræmi við það. Sem sé vel.
Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.
Hann kemur aldrei aftur.
Svo það er best að haga sér í samræmi við það. Sem sé vel.
Njótið dagsins, lífsins og hvers annars.
2 Comments:
Nei, satt er það, þessi þriðjudagur kemur aldrei aftur. Ættingjar hans með sama ættarnafn koma hins vegar vikulega það sem veröldin á ólifað, einn í einu.
Það sem gerir þennan þriðjudag ólíkan öðrum í mínum augum er að nú eru liðin nákvæmlega sjö ár síðan ég hóf störf á mínum vinnustað. Stubban mín átti afmæli þann 27. sl. og daginn áður kom ég alkominn til höfuðborgarsvæðisins að vestan. Það hefur líka setið í mér nokkuð lengi að sjö ár séu líklega alveg ágætur tími og nú sé rétt að breyta til. Ég hef þriggja mánaða uppsagnarfrest og var með uppsagnarbréfið tilbúið. Ég ætlaði að skila því af mér þegar vinnu var að ljúka kl. 18 en gerði það ekki. Veit ekki alveg hvers vegna, í rauninni hef ég það ágætt þarna, á góðum launum og vinnustaðurinn svo stutt að heiman að ég get skroppið heim í hádeginu. Ég hafði sett mér tvennt: Annaðhvort að segja upp eftir sjö ára starf eða þegar ég yrði fimmtugur. Nú er stefnan sett á síðari kostinn.........
By Gunnar , at 6:37 e.h.
Já, altsvo daginn fyrir afmælið fyrir rúmlega sjö árum (´99).
By Gunnar , at 6:39 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home