Landnámssetrið
Við gömlu hjónin ákváðum að gera okkur dagamun og fara út að borða, uppdressuð og sjænuð frá toppi til táar. Hringdum í Landnámssetrið fengum borð, byrjum að skvera okkur til. Fínasta pússið dregið fram, baðvatn notað óspart, handklæði, burstar, greiður og skeggsnyrtir reyndar vildi Göslarinn ekki nota nefháraklippur svo ég notaði þær bara sjálf. Enda hrædd um að löng svört hár vingsandi út í loftið yrðu til travala við væntanlegt át. ( Úff sárt)
Tugþúsunda virði af kemísku spartli var brúkað á mitt allt að því fimmtíuogfimm ára andlit, (Þar eru leifar af gamalli æskufegurð) hárið tætt og reytt þar til undraverðum árangri var náð. Toppaði smurninguna með að hjúpa mig ómótstæðilegum ilm úr fallegu glasi sem mér hafði áskotnast á þessari öld. Sparigallinn dreginn á íðilfagra skrokka okkar hjóna og út í bíl héldum við, tveggja tíma hörku vinna lá að baki.
Þegar komið var á staðinn, Landnámssetrið góða hér í Borgarnesi var okkur vísað til sætis á efri hæð hússins (ca 45-50 tröppur), eftir ekki svo langa stund kom ung stúlka og bauð okkur fordrykk því bið yrði á að við kæmumst í matinn. Við vildum að gömlum sveitamanna sið vita hversu lengi við ættum að bíða. "Sko" sagði stúlkan:" Fyrst bíðum við eftir að hópurinn niðri komi sér fyrir og svo megið þið fara niður og ná ykkur í mat (Jólahlaðborð var á boðstólum)svo kemur að ykkur"
Lengdist nú andlitið á uppskinnuðum hjónunum. Við báðum stúlkuna að efa okkur smátíma til að hugsa málið. Hummmm og hummmmmmmm.
Ein ferð í forrétt= 90 tröppur í hringstiga
Tvær ferðir í forrétt= 90 tröppur í hringstiga
Smjörið gleymdist=90 tröppur í hringstiga
Ein ferð í aðalrétt= 90 tröppur í hringstiga
Önnur ferð í aðalrétt=90 tröppur í hringstiga
Ferð í eftirrétt=90 tröppur í hringstiga
Ferð til að ná í kaffi=90 tröppur í hringstiga
Fyrir þetta áttum við að borga 10 þúsund krónur, við ákváðum að þetta væri fullmikið fyrir að labba upp og niður stiga í ótiltekinn tíma. Yfirgáfum svæðið.
Lokað var í íþróttahúsinu, þar sem tíminn í tröppuþreki kostar bara 450 krónur á mann.
Hugsað á nýjan leik:
Heim í ýsu?
Hyrnan?
Skeljungur?
Venus, létum vaða urðum ekki fyrir vonbrigðum.
Get ekki mælt með Landnámssetrinu sem matsölustað því ekkert fengum við að borða, eftilvill er það aldrinum og þrettánsentimetra háum hælum að kenna að við höfðum ekki döngun í okkur í tröpputrampið.
Njótið dagsins lífsins og hvers annars.
Tugþúsunda virði af kemísku spartli var brúkað á mitt allt að því fimmtíuogfimm ára andlit, (Þar eru leifar af gamalli æskufegurð) hárið tætt og reytt þar til undraverðum árangri var náð. Toppaði smurninguna með að hjúpa mig ómótstæðilegum ilm úr fallegu glasi sem mér hafði áskotnast á þessari öld. Sparigallinn dreginn á íðilfagra skrokka okkar hjóna og út í bíl héldum við, tveggja tíma hörku vinna lá að baki.
Þegar komið var á staðinn, Landnámssetrið góða hér í Borgarnesi var okkur vísað til sætis á efri hæð hússins (ca 45-50 tröppur), eftir ekki svo langa stund kom ung stúlka og bauð okkur fordrykk því bið yrði á að við kæmumst í matinn. Við vildum að gömlum sveitamanna sið vita hversu lengi við ættum að bíða. "Sko" sagði stúlkan:" Fyrst bíðum við eftir að hópurinn niðri komi sér fyrir og svo megið þið fara niður og ná ykkur í mat (Jólahlaðborð var á boðstólum)svo kemur að ykkur"
Lengdist nú andlitið á uppskinnuðum hjónunum. Við báðum stúlkuna að efa okkur smátíma til að hugsa málið. Hummmm og hummmmmmmm.
Ein ferð í forrétt= 90 tröppur í hringstiga
Tvær ferðir í forrétt= 90 tröppur í hringstiga
Smjörið gleymdist=90 tröppur í hringstiga
Ein ferð í aðalrétt= 90 tröppur í hringstiga
Önnur ferð í aðalrétt=90 tröppur í hringstiga
Ferð í eftirrétt=90 tröppur í hringstiga
Ferð til að ná í kaffi=90 tröppur í hringstiga
Fyrir þetta áttum við að borga 10 þúsund krónur, við ákváðum að þetta væri fullmikið fyrir að labba upp og niður stiga í ótiltekinn tíma. Yfirgáfum svæðið.
Lokað var í íþróttahúsinu, þar sem tíminn í tröppuþreki kostar bara 450 krónur á mann.
Hugsað á nýjan leik:
Heim í ýsu?
Hyrnan?
Skeljungur?
Venus, létum vaða urðum ekki fyrir vonbrigðum.
Get ekki mælt með Landnámssetrinu sem matsölustað því ekkert fengum við að borða, eftilvill er það aldrinum og þrettánsentimetra háum hælum að kenna að við höfðum ekki döngun í okkur í tröpputrampið.
Njótið dagsins lífsins og hvers annars.
1 Comments:
Nú er ég hlessa. En gott að þið fenguð að borða þar sem þið fenguð þó að fara með flest allar kalórínurnar með ykkur heim. Já maður fer nú bara í íþróttahúsið ef maður hefur hugsað sér að vera í mínus kalorínueign!
(bölvað bull er þetta annars í mér, ekki skrítið orðin hálf klikkuð á að leita að stafsetningavillum í endalausum verkefnum). Hittumst við bensíndælurnar!!!!
By Nafnlaus, at 10:36 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home