Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

fimmtudagur, desember 07, 2006

Ýmislegt

Ég er hrifin af hádegismat á 230.-krónur.

Ég er ekki hrifin af konum sem ganga prumpandi um fyrir framan mig.

Ég er að fara í próf á eftir það er skemtilegt.

Ég styð alla þá sem nöldra yfir stefnuljósanotkunarleysi. Ég er með skoðanir á þeim málum.

Ég þarf að léttast um fimm kíló, mér finnst það ekki smart.

Ég elska að gefa og kaupa jólagjafir en ég þoli illa búðarráp.

Mér þykir vænt um fólk sem er fíbbl af Guðs náð.

Ég er fegin að ÞURFA ekki lengur að kaupa jólagjafir, ég hlakka til að velja og hugsa um leið hlýlega til þeirra sem gjöfina eiga að fá.

Ég fer kát út í daginn.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • Ég var löngu búinn að skrifa hér heilmikið komment en þegar ég ætlaði að senda það inn virkaði ekkert. Þetta er taka 2547...

    By Blogger Gunnar , at 11:51 e.h.  

  • Nú virkaði loksins..

    By Blogger Gunnar , at 11:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com