Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, október 22, 2007

Hið ljúfa líf.

Það kulaði nú á okkur gamla settið í bílskúrnum á dögunum enda bílskúrshurðin orðin óþétt. Ég fann prímusinn gamla góða undir flísahrúgu illa á sig kominn en gat af minni alkunnu lagni komið honum í gagnið.

Hann Gösli minn hengir nú haus yfir dönsku sturtunni á stundum en ég er á þeirri skoðun að það sé bara veimiltítu háttur.

Fyrir þá sem ekki vita hvað dönsk sturta er þá er rétt að útskýra það.

Málningadós úr áli er tekin þrifin vendilega og göt sett á botninn með nagla svona tveggja tommu. Fatan hengd á prik sem sett er út um lausafagið á glugganum. Út um gluggann er síðan leidd slanga ofaní fötuna og gífurlega gott sturtubað er komið.

Það sem Gösli minn er að fetta fingur út í er hitinn á vatninu enda bara kalt vatn í bílskúrnum. Svo finnst honum ámælisvert að ekkert hengi er fyrir. Ég skil það nú ekki hann sést bara frá götunni.

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com