Jólin, jólin
Hamingjusama fagra ég.
Ákvað að taka mark á kaupmönnum þetta árið og vera með tímanlega í jólastússinu.
Fór í Blómaval um helgina þar voru jólaskreytingar af öllum stærðum og gerðum, var ekkert að tvístíga í kringum dýrðina og keypti nýtt jólaskraut bæði fyrir Kveldúlfsgötuna og Skógarásinn.
Hef því verið afar upptekin við að skreyta út úr dyrum allt orðið spikk og span, tók smá skúringarsveiflu á gangstéttunum fyrir framan húsin eins og mamma og aðrar fyrirmyndarhúsmæður gerðu þegar ég var að alast upp í Reykjavíkinni á síðustu öld.
Búin að liggja á fjórum fótum við að extra alla þröskulda, þrífa bakvið undir og ofaná öllu innanhúss og utan, mér gekk reyndar heldur illa með þakrennurnar í ár en slapp með fá beinbrot. Enda geta ekki komið jól nema allt sé skínandi hreint.
Með kúlu á enninu því ég sofnaði á klósettinu og höfuðið rakst í vaskinn en allt er hreint.
Búin að kaupa allar jólagjafir, pakka inn og skreyta, konfektið lekkert í skálum smekklega uppstilltum hér og þar um húsið. Ákvað í ár að hafa konfektskálar á náttborðunum okkar Gösla, gefur svefnherberginu óvenju jólalegan blæ. Og skálin í stíl við jólasveinarúmfötin og mistilteinagardínurnar nýju. Er ekkert að segja frá því hér hvar ég fékk svefnherbergisjólaskreytingarnar því ég vil sitja ein að þessari einmuna smekklegu snilldar hönnun sem þar er.
Unaðslega elegant og lekkert.
Ég hef verið að senda póst á alla fjölmiðla landsins, það vantar jólalögin í útvarp og sjónvarp eitthvað eru þeir tregir þar en vonandi er þetta afléttilegur kvilli hjá þeim.
Auðvitað er ég búin að baka mínar átján smákökusortir rúllutertur lagkökur og hnallþórur ég þarf nú varla að nefna það.
Búin að panta jólahlaðborð allstaðar sem þau eru í boði alla daga aðventunnar, og kaupa föt sem hæfir tækifærunum á okkur bæði, nema aðfangadagsdressið það er í hönnun út í hinum stóra heimi.
Skrifa þetta úr bílskúrnum því ekki má snerta á neinu innanhús svo ekkert haggist í skreytingunum.
Meira seinna um jóla undirbúning og stúss.
Ákvað að taka mark á kaupmönnum þetta árið og vera með tímanlega í jólastússinu.
Fór í Blómaval um helgina þar voru jólaskreytingar af öllum stærðum og gerðum, var ekkert að tvístíga í kringum dýrðina og keypti nýtt jólaskraut bæði fyrir Kveldúlfsgötuna og Skógarásinn.
Hef því verið afar upptekin við að skreyta út úr dyrum allt orðið spikk og span, tók smá skúringarsveiflu á gangstéttunum fyrir framan húsin eins og mamma og aðrar fyrirmyndarhúsmæður gerðu þegar ég var að alast upp í Reykjavíkinni á síðustu öld.
Búin að liggja á fjórum fótum við að extra alla þröskulda, þrífa bakvið undir og ofaná öllu innanhúss og utan, mér gekk reyndar heldur illa með þakrennurnar í ár en slapp með fá beinbrot. Enda geta ekki komið jól nema allt sé skínandi hreint.
Með kúlu á enninu því ég sofnaði á klósettinu og höfuðið rakst í vaskinn en allt er hreint.
Búin að kaupa allar jólagjafir, pakka inn og skreyta, konfektið lekkert í skálum smekklega uppstilltum hér og þar um húsið. Ákvað í ár að hafa konfektskálar á náttborðunum okkar Gösla, gefur svefnherberginu óvenju jólalegan blæ. Og skálin í stíl við jólasveinarúmfötin og mistilteinagardínurnar nýju. Er ekkert að segja frá því hér hvar ég fékk svefnherbergisjólaskreytingarnar því ég vil sitja ein að þessari einmuna smekklegu snilldar hönnun sem þar er.
Unaðslega elegant og lekkert.
Ég hef verið að senda póst á alla fjölmiðla landsins, það vantar jólalögin í útvarp og sjónvarp eitthvað eru þeir tregir þar en vonandi er þetta afléttilegur kvilli hjá þeim.
Auðvitað er ég búin að baka mínar átján smákökusortir rúllutertur lagkökur og hnallþórur ég þarf nú varla að nefna það.
Búin að panta jólahlaðborð allstaðar sem þau eru í boði alla daga aðventunnar, og kaupa föt sem hæfir tækifærunum á okkur bæði, nema aðfangadagsdressið það er í hönnun út í hinum stóra heimi.
Skrifa þetta úr bílskúrnum því ekki má snerta á neinu innanhús svo ekkert haggist í skreytingunum.
Meira seinna um jóla undirbúning og stúss.
3 Comments:
Fínn pistill hjá þér í dag. Vil samt benda þér á að páskarnir eru snemma á því herrans ári 2008. Spurning hvort ekki sé eitthvað páskaskraut í tilboðskössum hjá kaupmönnum bæjarins.
Ég átti leið fram hjá húsinu þínu áðan og sá tjald í garðinum og nú hef ég skýringuna, það er nefninlega allt svo spikk og span innandýra að aðgangur er bannaður! Kem fljótlega og fæ te af prímusnum. Kær kveðja úr sveitinni
By Nafnlaus, at 7:24 e.h.
lololololol I'm laughing so hard I might pee on my self...lolololol
By Nafnlaus, at 3:26 e.h.
Comming to think of it....I don't like anyone to use my bathroom after I have deep cleaned and changed the rugs.......but sis I'm so glad you are in good spirit...I miss your humor and wit...perhaps I will see you after the Holidays....please give my love to Soffia the brand new mom...
By Nafnlaus, at 3:32 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home