Fyrirsætan
Ó hve gott á lítið barn:
Ótrúleg ást og umhyggja, verndandi föðurhönd. Þarf fleiri orð?
Ég bíð enn spennt eftir Storminum, ilja mér við að skoða myndir af sonardóttirinni. Daman ber fyrirsætunafnið með rentu, myndast einstaklega vel.
Úr einu í annað:
Ég nudda á fullu og gengur vel á því sviðinu. Meðgöngunuddbekkurinn nýji er alger snilld og barnshafandi konur eru mjög hrifnar, þá er sigur unninn ekki satt.
Yfirfull andleg ruslafata af skoðunum sem skipta mig máli, hvolfi fötunni:
Sviptingar í stjórnmálaheiminum! Ég velti því fyrir mér hvort raunverulega eitthvað breytist þó mannaskipti verða.
Hvað kosta svo óskupin?
Á stofnunum fyrir aldraða vafra einstaklingar um óþrifnir (mamma) og borið er við skorti á starfsfólki, á stofnunum og heimilum fyrir fatlaða er lágmarksþjónusta og sama ástæða fyrir ástandinu.
Ekki fæst starfsfólk vegna lélegra launa.
Ef líkur eru á að fóstur séu með Downs heilkenni er þeim eytt!
Hvenær verður þeim eytt sem eru ófríð sínum?
Einstaklingar eru heimilislausir á götum borgarinnar.
Aldraðir liggja dauðir heima hjá sér svo dögum og vikum skiptir.
Aldraðir eru einatt vannærðir á stofnunum.
Ekki fæst starfsfólk vegna lélegra launa.
Ráðamenn þjóðarinnar ferðast um heiminn á kostnað almennings og skoða og skoða, kynna sér, velta fyrir sér, sitja í nefndum, draga ályktanir, hugsa vonandi.
Ég veit um hóp manns sem fór utan á vegum Íþróttafélags, erindið var að skoða snjótroðara, fimm manns fóru í þetta kostnaðasama verkefni, það þurfti einn mann til að skoða hverja hlið.
Andleg ruslafata hefur tæmt fötu nöldurs og naggs þennan fallega haustmorgun.
Ég kem mér aftur fyrir á snerlinum og bíð spennt eftir nýju barnabarni.
Njótum dagsins.
1 Comments:
Ég gef mér að þeir fimm sem skoðuðu troðarann hafi skoðað fjóri hver sína hlið og þar sem menn eru jafnan hátt uppi í slíkum ferðum hefur einn skoðað ofaná. Spurningin er hvort engin hefur fverið nógu langt niðri til að skoða undivagninn - en kannski gátu þeir það allir í sameiningu daginn eftir.........
Þú ert heppin að sjá fallegum börnum fjölga kringum þig. Þau eru svo sannarlega mótvægið við þennan heim okkar sem sífellt versnandi fer. Við verðum svo að vona að þeir sem öllu ráða og stjórna muni skilja eitthvað eftir af heiminum fyrir þetta fallega smáfólk, og að það hafi, þegar það vex úr grasi, lært af mistökum okkar manna og geti gert betur...
By Gunnar , at 4:37 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home