Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, september 26, 2007

Fyrirsætan





Já, já fyrirsætan mætti í gærkveldi kl 11:22 með smá aðstoð sem sé keisari.


Skælistubban undurfríða er alveg eins og amma sín, reyndar grét hún svo mikið þegar ég tók hana í faðminn að sonurinn hafði orð á að hún hefði fengið vitlausa ömmu úr ömmubúðinni!





Almáttugur alheimsfaðir verndar þau um ókomna tíð.

Ótrúlegt kraftaverk.

Njótum dagsins lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

6 Comments:

  • Hún er alveg eins og ég...Ingibjörg Mjöll er við hæfi

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:09 e.h.  

  • Innilega til hamingju með þessa gullfallegu viðbót í þessa nú þegar mjög svo myndarlegu fjölskyldu :)

    Hlynur tekur sig vel út í þessu nýja hlutveri, þó hann sé bara fimm!

    Hafdís Ingibjörg Sandra Hlynsdóttir er við hæfi :Þ

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:34 e.h.  

  • Innilega til hamingju með þetta allt saman. Skilaðu kveðju frá okkur til litlu fjölskyldunnar

    Tommi, Rúna og Kristján Freyr

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:39 e.h.  

  • Heil og sæl !
    Innilegar hamingjuóskir með nýja fjölskyldumeðliminn !
    Tilhlökkunin eykst dag frá degi að fá að sjá næsta eintak.
    Kveðjur til Gösla og nýbakaðra foreldra.
    Anna Helgadóttir
    Akureyri

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:47 e.h.  

  • I don't know what you people are talking about she looks more like me than any of you...just look at how short she is...what do you think about that..

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:32 e.h.  

  • Innilega til hamingju elsku Hafdís, rosalega myndarleg stúlka. Hlakka til ad sjá Storminn.

    By Blogger Unknown, at 11:59 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com