Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, ágúst 29, 2007

Sumarleyfi

Já, já nú er komið að sumarleyfi okkar hjóna, skemmtilegt það. Ég er nú ekki alveg með allt á hreinu því betri helmingur minn er farinn að vinna. Þetta frí er skipulagt frá því í maí að sögn Gösla, frá því í júlí ef ég segi frá. Stefnt á austfirði ef ég segi frá og á vestfirði ef hann segir frá.

Áður en hann fer í fríið á eftir þarf hann að steypa eina brú og þak menntaskólans nýja hér í sveit. Ég hef þegar sett tannburstann og hreinar nærbuxur í rassvasann.

Hann ætlar að pakka þegar hann kemur heim milli níu og tíu á eftir, það er í dag.
Ég er búin að setja bensín á bílinn, hann er búinn að ganga frá húsinu, reikningum - fá öryggiseftirlitið til að líta eftir eignum vorum ásamt því að láta tengja nýja þjófavarnarkerfið sem hann telur ekki hægt að vera án. Öryggið á oddinn er hans mottó, ég kæruleysið uppmálað ætla ekki einu sinni að taka með mér ................. ef ég þyrfti á því að halda eða .................. sem gæti verið ómissandi. Hann setti straujárnið á borðið áður enn hann fór til að gleyma því ekki.

Ég hef ákveðið að sumarfrí sé hugarástand, þá verð ég glöð yfir undrum dagsins sem kemur aldrei aftur.

Njótum.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com