Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

föstudagur, júlí 27, 2007

Dag eftir dag.

Dag eftir dag lifi ég, vakna til dagsins geri á mér morgunverkin og held út í daginn.
Þennan eina dag á ég. Svoleiðis heldur lífið áfram og ég hugsa á stundum til baka : Hvað gerði ég í gærdag, sem er þess vert að minnast á.

Mér þykir notarlegt þegar sérhver dagur líður fyrirhafnar lítið, ég geti sagt að kveldi dags: gott hjá þér Hafdís þú hefur verið góð við sjálfan þig og aðra.

Ég er þakklát fyrir allt sem ég hef og hef í dag meiri áhuga á að að bæta lífi við árin mín heldur en að bæta árum við líf mitt.
Einhver snillingurinn sagði: Megi þér auðnast að lifa alla þína ævi.

Ég vona að mér auðnist að lifa alla mína ævi.



Svo á hún Sandra frænka afmæli í dag, til hamingu með daginn verðandi Svíþjóðarfari.

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Takk fyrir kveðjuna :)

    Þú ert full af speki og visku Hafdís, það er alveg snilld að lesa bloggið þitt.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:09 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com