Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

sunnudagur, júlí 01, 2007

Breiðholt

Ég vaknaði til dagsins í Breiðholtinu - þegar að ég var að alast upp á Njálsgötunni fyrir meira en hálfri öld var Breiðholt sveit eiginlega langt upp í sveit.
Í morgun sat ég út á svölum horfði á Esjuna og dásamaði með sjálfri mér og morgunkaffinu hversu heppin ég væri að lifa svona langan dag sjá allar breytingarnar enn einu sinni, ég er þakklát fyrir það.

Ég er stödd á þeim stað í lífinu að margt sem áður hafði gildi fyrir mig er nú hjóm eitt. Ég hlakka til verkefna dagsins sem er vinnan mín og í dag fylgir vinnunni minni ferð í Árbæjarsafnið. Eini gallinn þar er að ekki eru kjöraðstæður fyrir hjólastóla en en góðar aðstæður fyrir fólk, þá er svo auðvelt að yfirvinna allt ef fólk og aðstæður eru góðar ef ekki þá verður að gera það besta úr því sem er fyrir hendi.

Og lífið heldur áfram í minni veröld gott og jákvætt. Ég er elskuð eins og ég er skilyrðislaust sem mér finnst alltaf jafn notarlegt en gleymi svo oft að vera þakklát sem ég svo sannarlega er. Það kostar mig ekkert að brosa, segja takk og sýna í orði og á borði hversu vel ég kann að meta umhyggju og ástúð þeirra sem tilheyra lífi mínu.

Njótum hvers annars, dagsins og lífsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Er að prufa eftir athugasemd frá Ísfirðingnum

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com