Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, júní 18, 2007

Upp er runninn mánudagur

Ákaflega skýr og fagur.

Ég fór ekki í skrúðgöngu í gær, ég fékk ekki blöðru, ég fékk ekki fána. Ég botna nú aldeilis ekkert í þessu. Sautjándi júní og ekkert " Hæ hó jibbíjé og jibbíjé " hjá mér. Ég verð að hugsa til framtíðar og gera betur á næsta ári svo ég verði ekki útundan aftur. Vesalings litla skinnið ég. Alltaf útundan. En einhver þarf að vera útundan og því ekki ég.

Blöðin fjalla um skrílslæti um landið, ég hugsa; eru þessi læti tengd einhverju? Áfengi og fíkniefnum kannski?

Ætli það séu margir sem berja mann og annan, brjóta, bramla, stela og svíkja án þess að rugla í höfðinu á sér með utanaðkomandi efnum?

Ég leggst undir feld og húxa.

Ég verð nú að segja að tími minn undir feldi fer að verða ansi mikill og langdreginn á stundum. Verð trúlega að breyta um hugsunaraðferð.

Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com