Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, maí 23, 2007

Nú er ég lens.

Já kom að því eiginlega bara skoðanalaus í dag eða svona næstum því.

Ný stjórn kominn á koppinn, ætli mikið breytist?

Ég er nú eins og margur veltandi því fyrir mér hvað við höfum að gera við alla þessa ráðherra og ráðuneyti er mannskapurinn ekki bara að ná sér í góð laun fyrir litla vinnu, allir aðstoðarmennirnir og nefndirnar sjá um vinnuna.

En einhver þarf að sýna sig og vera upp á punt í blöðum og af bæ. Þetta er nú leið til að geta keypt sér meira af fötum og fara oftar til að láta skinna upp á sig í hinum ýmsu fegrunarstofum og öðru þess háttar..


Ég held hinsvegar að hægt sé að verja peningunum betur.

En hvað hef ég um það að segja, kannski er ég bara pínu afbrýðisöm, ég hef ekki milljón á mánuði fyrir utan bitlinga.

Nóg um það.

Lífið heldur áfram og ég líka.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com