Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, maí 01, 2007

Verkalýðsdagur

Já og ég fór út í búð, enda er búðarfólk ekki verkalýður.

Ég hugsa oft um alla þessa frídaga, annan í einhverju og svo framvegis. Gott er að eiga frí til að stunda allar tóm stundirnar, það er eiginlega full vinna að eiga tóma stund (hvenær er stund tóm annars?)

Sumarfrí vill oft einkennast af erfiðum ferðalögum misskemmtilegum og oft dýrum, svo sem að nú kostar vika í sumarbústað átján þúsund krónur sem er nokkuð kostnaðarsamt fyrir hinn venjulega Jón sem vinnur fyrir 150 þúsundum á mánuði. Mér var kennt fyrir margt löngu síðan að hugsa verð hluta út frá tímakaupinu mínu, hversu lengi ég væri að vinna fyrir hverjum hlut, hver er nú verkamannalaun á klukkustund að frádregnum sköttum og skyldum.

Viðurkenni að ég hef ekki gluggað í texta verkalýðsins nýverið enda ekki verkalýður háskólagengin konan!

Hvenær er frídagur háskólagenginna manna?
Hvenær er frídagur iðnaðarmanna?
Hvenær er frídagur allra fræðinganna?
Hvenær er frídagur hinna stéttlausu (aldraðir, fatlaðir .......................)

Já sá spyr sem ekki veit.

Svo er það fagið, réttindi fagmanna. Lendi í vangaveltum og umræðum um það alltaf af og til. Ég er að læra heilsunudd, útskrifast að vori komanda ef Guð lofar og ég framkvæmi.

En heilsunudd er ekki lögverndað starf. Hver og einn getur stundað nudd og opnað nuddstofu án þess að sýna fram á nokkra löggilta pappíra.
Ég fékk löggildingu þegar ég útskrifaðist sem Þroskaþjálfi.
Gösli er löggiltur ´Múrarameistari og með pappír upp á það.

Og svo framvegis og svoframvegis. Í iðngreinum og víðar eru handlagið fólk með mikla reynslu, hæfileikaríkt og klárt en ekki með nein réttindi. Og vinnan oft með ágætum, Margir starfa sjálfstætt að hinu og þessu réttindalausir.

Ég hugsa og hugsa, húxa og húxa, huuuummmm.

"Ég fór til læknis um daginn og hann saumaði í mig nokkur spor, allt gekk vel, ekkert upp á hann að klaga, ég komst að því um síðir að hann var ekki fagmaður(ekki með réttindi) en hafði æft sig mikið og lesið sér til. Huuumm."

Hvað með tannlækna: " Ég er nú reyndar ekki með nein próf engin fagréttindi en ég er búinn að æfa mig lengi"

Ég held áfram að hugsa um sinn, það fer mér svo vel.

Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com