Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Andlitið

Nú þarf ég að taka mig saman í andlitinu. Og það er mikil vinna, bæði raunhæft og svo í óeiginlegri merkingu.
Nú hef ég lokið öllu sem til þarf í nuddinu nema nemaárinu þar sem ég starfa undir handleiðslu meistara. Ég er kominn með meistara en ig langar að vera hjá fleirum. Margir hæfileikaríkir menn þarna úti.
Í maí þarf ég að fá mér vinnu.
Í sumar þarf ég að vinna. Vinnan göfgar manninn!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Næstu tólf mánuði þarf ég að nudda 968 nudd, reyndar búin með hluta af þeim tímum enda búin að telja frá í nóvember.
Ég þarf að skipuleggja húsið mitt upp á nýtt. Einu sinni enn og þrífa það líka. Ég er ekki hrifin af því starfi þ.e. þrifum.
Og ég þarf og ég þarf og ég þarf.............. Þessi sögn "að þurfa" iss bara svona á einfaldan hátt er skoðun mín.
Mig langar til að halda áfram að læra en hvað? Og mig langar ekki bara að langa ég vil gera það sem mig langar.
Fyrir nokkrum árum velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að fara að læra, var búin að einangra langanirnar, leitaði ráða hjá Torfanum mínum, svarið þar var einfalt og kom án langrar íhugunar:
"Mamma þú átt að læra það sem þú ert góð í." Ég tvíhenti því ráði í loft upp og fór í Kennaraháskólann í Þroskaþjálfun.

Af eigingirni og löngun fór ég í nuddnám.

Og nú velti ég því fyrir mér hvað ég eigi að taka mér fyrir hendur næst námslega séð.

Hvað langar mig að gera?
Hvað þarf ég að gera?

Fer ekki alltaf saman.

Það sem snýr fram á höfðinu á mér fær þvott innan tíðar.

Njótum hvers annars, dagsins og lífsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Jæja þá ertu búin að læra það sem þú ert best í, hérum bil búin með það sem eigingirnin sagði þér, þá eru ennþá eftir nokkur lýsingarorð, nefni sem dæmi hagkvæmt (humm), skynsamlegt og algjörlega óþarft. Annars hef ég heyrt að það sé skóli í nágrenni við þig sem kennir fólki að verða businessmenn, kæmi það sér ekki vel þegar þú stofnar heilsunuddstofuna "þroskaþjálfa?" Spyr sá sem ekki veit. En þú veist það örugglega best sjálf því þú ert svo skynsöm, mannstu það fylgir bæði nafninu og vatnsberanum. Annars sendi ég þér bara mínar bestu kveðjur nafna.

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:33 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com