Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

þriðjudagur, mars 13, 2007

Fínn dagur

Ég heyrði sagt að þetta yrði óvenjulega fínn dagur.

Ég þurfti ekki að láta segja mér það tvisvar, stökk fram úr björt og brosandi, bjó til fótaolíur fyrir þá sem eru illa haldnir af stressi. Fór síðan að taka mig saman -----------r að leggjast út eins og svo oft áður.

Gösli minn er óvenju umburðarlyndur maður. Ég er reyndar óvenju auðveld í sambúð en á mínar götur hrynja oft steinar og björg stundum sandur sem ég þarf að smeygja mér fram hjá svo gatan sé greið.

Og hinu megin hindrananna er Gösli til staðar fyrir mig. Hann er óvenju heppinn maður því ég er óvenju yndisleg manneskja.


Ég er sátt við að við skulum vera svona óvenjuleg.

Hún Hafdís vinkona sendi mér þetta ljóð á dögunum:


Bænin hennar ömmu


Gef mér drottinn þrek í þraut að standa
þyngdu ekki lífs míns byrði meir.
Lát mig finna leið úr öllum vanda
lífsins herra bænir mínar heyr.

Hversu ört sem ólga tímans streymir
aldrei kærleiksgnægð þín getur breyst.
Þú sem engu þínu barni gleymir
þeirra vanda getur ætíð leyst.

Helga Gunnlaugsdóttir

Einstakt í mínum huga.


Nú er best að fara að haska sér, Óliver ætlar að spilla ömmu sinni, ég verð bráðum gerspillt en það fer mér nú svo vel.


Ég er búin að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég er orðin stór.


Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • kæra vinkona, bænin hennar ömmu mínar er falleg og gott að hafa hana að leiðarljósa. Amma kom upp 12 börnum og ól upp dótturdóttur sína. Ég man eftir henni sitjandi á rúmstokknum, í peysufötum, með prjóna og stundum með vindil sem hún stakk stoppunál í til að ná fullri nýtni.
    Hafðu það sem allra best þín Hafdís

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com