Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Lífsreglur.

Eru þær nú nauðsynlegar? Stundum er best að láta reka á reiðanum, vaða á súðum, setja undir sig herðarnar og áfram nú.


Stal eftirfarandi kvæði af bloggsíðunni hennar Hafdísar Þórðar:

Vinsamleg tilmæli

Ég veit – er ég dey – svo að verði ég grátinn,
þar verðurðu eflaust til taks.
En ætlirðu blómsveig að leggj´ á mig látinn
-þá láttu mig fá hann strax.

Og mig, eins og aðra, sem afbragðsmenn deyja,
í annála skrásetur þú;
og hrós um mig ætlarðu sjálfsagt að segja
en – segðu það heldur nú.

Og vilji menn þökk mínum verðleikum sýna,
þá verður það eflaust þú,
sem sjóð lætur stofna í minningu mína,
en – mér kæmi hann betur nú.

Og mannúðarduluna þekki ég þína,
sem þenurðu dánum í hag.
En ætlirð´ að breiða yfir brestina mína,
þá breidd´ yfir þá í dag.


Eftir Heiðrek Guðmundsson
frá Sandi

Þetta finnst mér aldeilis smart.

Hversvegna fylgjum við fólki til grafar? Er ekki betra að heimsækja þá sem okkur eru kærir meðan þeir eru lifandi.
Ég vil frekar tala við fólk meðan það er statt á sama stað í tilvistinni og ég. Er ekki nægilega dugleg við það samt. Seinna, hvað í óskupunum er seinna?


Af spökum Jóhanns Hjálmarssonar:

Af öllu sem í æsku mér var kennt
að óttast man eg bara þetta tvennt:
annað var gamalórar - hvað var hitt
hefir nú fyrir skemmstu í gleymsku lent.


Dýrðin ein, dýrðin ein.


Ég segi nú eins og Sylvía Nótt " Ég elska mig líka"


Ég splæsti atkvæði mínu á gamla rauð í gærkveldi, hann er nú gassalega smart þessi elska (Eiríkur Hauksson) man hinsvegar ekkert eftir laginu sem hann söng, flottur er hann.
Ég þarf að finna út hversu gamall hann er svona til að geta sagt "miðað við aldur" við ömmustelpurnar mínar sem eru á þeirri skoðun að allir sem eru farnir að nálgast tvítugt séu á grafarbakkanum.


Dagurinn í dag er góður dagur, njótum hans.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

3 Comments:

  • Blessuð nafna, ég held að Gamli rauður sé miðaldra, svona eins og miðaldra frúarnar sem voru teknar með innvortis dóp á dögunum. Einhvernveginn hefur miðaldra alltaf verið eitthvað voðalega gamalt í mínum huga en svo stend ég allt í einu frammi fyrir því að einhver sem er fjörutíuog eitthvað er miðaldra, hvað er ég þá!!
    Auðvitað veit ég að enginn er eldri en honum finnst hann vera svo maður getur bara gert eins og gamli rauður, brosað framan í heiminn og látið vaða í að láta drauma (martraðir) sínar rætast!
    Lifðu í lukku en ekki í krukku. Kær kveðja

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:18 e.h.  

  • Þetta er góður texti og mjög í ætt við innihald lags eftir Björn Afzelius sem heitir Liten Blues ved Gravens Rand:

    ..
    Syng ingen lovsang Háll inga tal
    lát bli at segja hur fin jag var
    vil du segja náget sá seg det
    til meg nu.
    ...
    Kjenn ingen ánger inn vid min grav
    fell inga tárer af samvitskval
    om du ángrer náget sá visa meg det nu
    om du ángrer náget sá visa meg det nu.

    Hann samdi þetta þegar hann var langt
    leiddur af krabbameini.

    By Blogger Anna Jonna, at 6:27 e.h.  

  • Sis, I always learn something when I read your blog...thank you....

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:24 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com