Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

sunnudagur, janúar 28, 2007

Aftur og aftur sunnudagur.


Þar sem ég verð fimmtíu og fimm ára á morgun ákvað ég að færa mér blóm. Þar sem ég er ákaflega kurteis og vel uppalin kona faðmaði ég mig og knúsaði, sagði mér að mér þætti vænt um mig og ég væri hreint ágæt. Liti bara einstaklega vel út. Ég varð örlítið feimin en sagði svo takk brosti örlítið við þetta óvænta hrós og hlýju.
Í tilefni morgundagsins ætlar hún dótla mín að koma mér á óvart með því að halda mér afmælisveislu hér í Borgarnesi, hefur eins og henni er einni lagið boðið manni og öðrum til veisluhaldanna manna kátust við athæfið. Það sem á að koma mér mest á óvart er að ég á að elda!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Ég hef verið pungsveitt á leiklistarnámskeiðum undanfarið til að geta sýnt tilhlýðileg viðbrögð.
Ég ætla að koma gestunum á óvart með fiskisúpu sem meðal annars verður búin til úr articulatio cotylica og ligamenta tarsi dorsalia.
Aðalrétturinn er lambalæri án junctura synovialis og condylus, ég vona að m.quadriceps femoris sé ekki seigur en þa eru væntanlega sæmilega tennt öll sömul nema eftilvill Óliver hjartaþjófur.
Af Óliver er það að frétta að amman fór með hann út að ganga og við eum að læra á pollana og okkur finnst það gaman.
Af mér er það að frétta að ég hef duddað mér töluvert við grátmúrinn góða, stefni að grátbikarnum í vor.
En lífið heldur áfram og það sem ég kann vel er að lifa af.
Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • Verði þér að góðu með lambalærið án junctura synovialis og condylus, ég vona að m.quadriceps femoris sé ekki seigur, því ef hann er seigur þá færðu örugglega verk í M.masseter, m. temporalis, m.pterygoideus lateralis et medialis og það er nú ekki gott því það gæti dregið úr talanda þínum. Vöðvafræðikveðja frá fíbbblinu.

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:22 e.h.  

  • Ég ætlaði nú bara að óska til hamingju með ammælið, en kann það ekki á latínu svo það ástkæra, ylhýra verður að duga.

    Verði þér og þínum að góðu, njótið dagsins! (og vikunnar komandi. Ég var nebblega suðrí Garðskaga í dag og þó skyggnið hafi verið með lélegra móti er ég ekki frá því að ég hafi séð grilla í vorið langt suðrí hafi. Það stefndi hingað...)

    By Blogger Gunnar , at 5:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com