Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Fegurð

Torfi á góðum degi, bjartur og brosandi.







Ég fékk minningarkort frá gömlum nemanda og fyrrum barnfóstru Torfa, Valdísi Kjartansdóttur í kortinu var eftirfarandi vísa:



Er sárasta sorg okkur mætir,

og söknuður huga vorn grætir.

Þá líður sem leiftur af skýjum

ljósgeisli af minningum hlýjum.





Mér finnst þetta fallegt. Og er svo óendanlega þakklát fyrir hlý orð, hugsanir, bænir, bréf , blóm og kort sem eru stöðugt að berast til okkar allra.



Einhverstaðar út í hinum stóra heima fleyta menn blómum á haf út til minningar um hina látnu.

Ég hef gert það við blómin hér á heimilinu þegar þau fara að fölna, og mér er það ljúft líka í ljósi þess að hafið hafnaði elsta syni mínum forðum daga.

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.




Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Elsku Hafdís.
    Mig langar að segja þér að ég hef hugsað mikið til þín og vil senda þér samúðarkveðju. Eins og segir í ljóðinu frá Valdísi systur, þá eigum við minningarnar og þær tekur enginn frá manni. Þær eru mjög dýrmætar.
    Eitt skref í einu, vonandi verður þessi dagur betri en síðasti og svo koll af kolli.
    Hafðu það gott, mín kæra,
    kveðja,
    Gunnhildur Kjartandóttir
    Grundfirðingur

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:28 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com