Friðsæld
Friðsæld er fólgin í að vera
Við eyðum mestum tíma lífs okkar í að hlaupa og gera hluti.
Við gleymum að vera áður en við förum að gera.
Það væri svo einfalt ef við myndum alltaf eftir að staldra við og íhuga áður en framkvæmt er. Framkvæmd er meðal annars það að gefa áfram það sem við höfum öðlast.
Ég er ein ábyrg fyrir heilsu minni, geðheilsu og lífi, svo verður það áfram.
Lífið heldur áfram.
Athöfnin í gær var flott, við hæfi í alla staði. Gott að jarðaförinni er lokið, önnur verkefni taka nú við ekkert verður eins, ekkert er hægt að taka til baka. En ég ætla að gefa mér meiri tíma til að vera og skoða þá staðreynd að það sem nú er sorg mín var áður gleði mín.
Mikil gleði er enn til staðar og ég nýt hennar.
Við eyðum mestum tíma lífs okkar í að hlaupa og gera hluti.
Við gleymum að vera áður en við förum að gera.
Það væri svo einfalt ef við myndum alltaf eftir að staldra við og íhuga áður en framkvæmt er. Framkvæmd er meðal annars það að gefa áfram það sem við höfum öðlast.
Ég er ein ábyrg fyrir heilsu minni, geðheilsu og lífi, svo verður það áfram.
Lífið heldur áfram.
Athöfnin í gær var flott, við hæfi í alla staði. Gott að jarðaförinni er lokið, önnur verkefni taka nú við ekkert verður eins, ekkert er hægt að taka til baka. En ég ætla að gefa mér meiri tíma til að vera og skoða þá staðreynd að það sem nú er sorg mín var áður gleði mín.
Mikil gleði er enn til staðar og ég nýt hennar.
----------------------------------------------------
Einhverstaðar á jörðinni er sól, ég þarf að hafa fyrir því að sjá hana fyrir mér nú í skammdeginu. Út í daginn fer ég með sól í sinni, tekst á við verkefni dagsins.
Ætla að sleppa því að líta í blöðin, hef misst mig dulítið mikið í að reyna að finna út hversu stór hluti sneplanna sem inn um lúguna berast eru ekki auglýsingar, ekki neikvæðar fréttir eða umfjallanir um sitthvað sem miður hefur farið.
Njótum hvers annars.