Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

laugardagur, desember 30, 2006

Kyrrðarstund

Morgnar og nætur eru lausir við ys og þys dagsins.


Ég gerði eins og hún nafna mín Þórðardóttir og opnaði Kyrrðarssporsbókina mína þegar ég fór fram úr rúminu, þar stendur á blaðsíðu 286:

„Yfirleitt æðrast fólk og örvæntir vegna þess að það missir stjórn á sjálfum sér.“

„Demantur er kolamoli sem þroskaðist við mikið álag.“

Nú og nú.
Þá og þá.
Hann sonur minn lét hafa fyrir sér þegar hann fæddist og líka þegar hann dó.

Skrýtið þetta líf, ég hef oft velt fyrir mér tilgangi lífsins bæði á góðum stundum og slæmum, skil þó ekki neitt enda þarf ég ekki að skilja neitt.

Ég þarf að sinna tengdadóttur minni og sonardætrum, styðja þær á erfiðum stundum. Vera til staðar, halda áfram að lifa lífinu eins og það er. Engu verður hvort eða er breytt, gærdagurinn er liðinn og morgundagurinn óljós.

Svo eins og alltaf áður hef ég daginn í dag, ég bið Guð um að leiða mig og mína gegnum daginn í kærleika sínum. Verði hans vilji ekki minn.

Ég og Karó ætlum í Hólminn í dag að fylgjast með leik Snæfells og Keflavík, það verður gaman án efa, stelpan verður æst og getur frætt ömmna um gang mála þegar hún skilur ekki hvað er um að vera á vellinum. Nafna nennir ekki á leik með okkur eða í það minnsta sagði hún svo í gærkveldi, henni finnst stundum amman ekki nægilega ráðsett og virðuleg. Nokk er mér sama, hnuss og fuss, fullt af ráðsettum og virðulegum sleikjóömmum í henni versu. En ég er og verð ekki ein af þeim. Gott hjá mér.

Njótum dagsins, lífsins og hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • kæra nafna, ég mátti til með að sjá hvað Kyrrðarsporabókin hefði að segja mér í dag og það er: Lífið - lyfið. Lífið er árangursríkasta lyfið við dauðanum.
    Öll verðum við að glíma við vandamál, enginn lifir lífinu vandkvæðalaust. Það sem skiptir máli er hvernig við tökumst á við erfiðleikana.
    Gakktu með Guði, kæra vinkona.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:45 e.h.  

  • afsakaðu, auðvitað var það ég sem sendi kveðjuna hér að framan, ekki einhver nafnlaus!

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:47 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com