Jóladagur
Jóladagur að kveldi kominn.
Hér á bæ safnast fjölskyldan saman á jóladag, mikið spilað hlegið gert grín og borðað, búið að vera svo lengi. Við vorum óvenju fá í dag.
Þegar Torfi Freyr flutti með fjölskyldu sína til Póllands og hóf nám í sálfræði lá það fyrir að þau kæmu ekki hingað á jóladag í ár. Við gamla settið ætluðum út um áramótin.
Svo breytist allt í einni svipan. Það sló mig í dag þegar ég horfði á tengdadóttir mína og sonardæturnar tvær að eitthvað væri ekki í lagi.
Dagarnir undanfarið hafa liðast áfram í móðu, óljósir, dimmir, gleðisnauðir.
En lífið heldur áfram. Einhverntíma kemur sátt.
Ég er á þeirri skoðun að foreldrar eigi ekki að lifa börnin sín.
Ég er á þeirri skoðun að engin eigi að taka sitt eigið líf.
Mínar skoðanir hafa ekkert gildi, en ég hef þær. Ég hef litið bjartari daga, en eins og sólin sem hækkar á lofti örlítið dag hvern, kemur til með að birta til í lífi mínu. Ekkert verður þó eins.
Ég er þakklát fyrir þær gjafir sem mér hafa verið gefnar, og geta verið til staðar fyrir þá sem þurfa á mér að halda.
Njótum hvers annars.
Hér á bæ safnast fjölskyldan saman á jóladag, mikið spilað hlegið gert grín og borðað, búið að vera svo lengi. Við vorum óvenju fá í dag.
Þegar Torfi Freyr flutti með fjölskyldu sína til Póllands og hóf nám í sálfræði lá það fyrir að þau kæmu ekki hingað á jóladag í ár. Við gamla settið ætluðum út um áramótin.
Svo breytist allt í einni svipan. Það sló mig í dag þegar ég horfði á tengdadóttir mína og sonardæturnar tvær að eitthvað væri ekki í lagi.
Dagarnir undanfarið hafa liðast áfram í móðu, óljósir, dimmir, gleðisnauðir.
En lífið heldur áfram. Einhverntíma kemur sátt.
Ég er á þeirri skoðun að foreldrar eigi ekki að lifa börnin sín.
Ég er á þeirri skoðun að engin eigi að taka sitt eigið líf.
Mínar skoðanir hafa ekkert gildi, en ég hef þær. Ég hef litið bjartari daga, en eins og sólin sem hækkar á lofti örlítið dag hvern, kemur til með að birta til í lífi mínu. Ekkert verður þó eins.
Ég er þakklát fyrir þær gjafir sem mér hafa verið gefnar, og geta verið til staðar fyrir þá sem þurfa á mér að halda.
Njótum hvers annars.