Viljinn
Einhvers staðar stendur:
"Verði þinn vilji"
Ég er þakklát í hjarta mínu fyrir að geta beðið til Guðs míns oft á dag og sagt frá mínum innstu hjartans rótum: "Verði þinn vilji ekki minn"
Ég hef eigin vilja, sem ekki hefur alltaf leitt mig veg velsældar. Núna sit ég og íhuga vilja Guðs.
Var það vilji Guðs að kalla frumburð minn til sín þegar hann var að hefja lífsgöngu sína inn í sumarið?
Tók hann sonur minn líf sitt í vilja Guðs eða eigin vilja?
Undanfarið hef ég verið auðmjúk, vanmáttug og ráðvillt, ekki síst þakklát fyrir að hafa falið líf mitt og vilja Guði mínum.
Vilji minn er fullur eigingirni og sjálfselsku, ég hefði ekki valið að vera í þessum sporum sem ég er í núna.
Ég hefði valið að:
Einhver önnur mamma missti son sinn.
Einhverjar aðrar sonardætur væru föðurlausar.
Einhver önnur tengdadóttir væri harmi slegin.
Einhver önnur börn en mín hefðu misst elsta bróður sinn.
Í mínum vilja hefði ég kosið að leiða hremmingar yfir aðra til að hlífa sjálfri mér og mínum. Minn sjálfmiðaði vilji er mér ekki til góðs.
Ég er þakklát fyrir að valsa ekki um í eigin vilja.
Ef það er ekki gott þá er það ekki Guð.
Ég trúi á Guð en ekki trúarbrögð.
Ég hef þá trú að Guð sé góður, kærleiksríkur og almáttugur.
Njótum hvers annars, ég vissi ekki að ég hefði svona lítinn tíma.
"Verði þinn vilji"
Ég er þakklát í hjarta mínu fyrir að geta beðið til Guðs míns oft á dag og sagt frá mínum innstu hjartans rótum: "Verði þinn vilji ekki minn"
Ég hef eigin vilja, sem ekki hefur alltaf leitt mig veg velsældar. Núna sit ég og íhuga vilja Guðs.
Var það vilji Guðs að kalla frumburð minn til sín þegar hann var að hefja lífsgöngu sína inn í sumarið?
Tók hann sonur minn líf sitt í vilja Guðs eða eigin vilja?
Undanfarið hef ég verið auðmjúk, vanmáttug og ráðvillt, ekki síst þakklát fyrir að hafa falið líf mitt og vilja Guði mínum.
Vilji minn er fullur eigingirni og sjálfselsku, ég hefði ekki valið að vera í þessum sporum sem ég er í núna.
Ég hefði valið að:
Einhver önnur mamma missti son sinn.
Einhverjar aðrar sonardætur væru föðurlausar.
Einhver önnur tengdadóttir væri harmi slegin.
Einhver önnur börn en mín hefðu misst elsta bróður sinn.
Í mínum vilja hefði ég kosið að leiða hremmingar yfir aðra til að hlífa sjálfri mér og mínum. Minn sjálfmiðaði vilji er mér ekki til góðs.
Ég er þakklát fyrir að valsa ekki um í eigin vilja.
Ef það er ekki gott þá er það ekki Guð.
Ég trúi á Guð en ekki trúarbrögð.
Ég hef þá trú að Guð sé góður, kærleiksríkur og almáttugur.
Njótum hvers annars, ég vissi ekki að ég hefði svona lítinn tíma.