Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

föstudagur, desember 22, 2006

Kyrrðarspor

Að vera fær um að fyrirgefa
sjálfum sér er jafn mikilvægt
og að öðlast fyrirgefningu
annara

Það er erfitt að njóta dagsins og lífsins þessa dagana þessvegna er svo mikilvægt að við njótum hvers annars.

Eins og Gösli minn segir svo oft þegar lífið er erfitt okkur:

Við höfum þó hvort annað.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • 'I gæfusporum segir m.a. um huggun:
    En hvað var það, og hvernig var huggunin getin, eftir að sorgin hafði sveipað okkur svörtu myrkri og lokað inni í holi sínu? Hvað svipti hina miklu sorg völdum?

    Það var vonin sem lá við akkeri í hjartanu,
    trúin sem kom frá útréttum höndum
    og kærleikurinn sem breiddi út vængina
    eins og fugl að veita ungum sínum skjól.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:22 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com