Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

sunnudagur, janúar 07, 2007

Sporin og bænin.

Í Kyrrðarsporunum stendur:
"Sönn ánægja er hljóðlát"
"Lífið er samsett úr margflóknum andstæðum:
fæðingu og dauða,
gæfu og ógæfu,
degi og nóttu,
góðu og illu."
Ég bið þig Drottinn minn og Guð minn
Heyr mína bæn:
Hver sem þú ert og hvar sem þú ert
umvefðu okkur lifendur
með kærleika þínum og blessun.
Sáttar er þörf.
Sendu inn í hjörtu okkar kærleika og frið.
Hjálpaðu mér til að öðlast hugarró
svo ég megi hjálpa öðrum.
Ég er þakklát fyrir þann tíma
sem ég fékk að hafa son minn Torfa hjá mér.
Ég elskaði hann skilyrðislaust, eins og ég kunni best.
Ég veit að honum líður vel hjá þér Guð minn.
Í faðmi þínum öðlast hann þann frið í sálu sinni
sem hann öðlaðist ekki hjá okkur.
Friðar er þörf.
Ég bið þig Guð minn að styrkja og styðja
alla þá sem eiga um sárt að binda.
Verði þinn vilji um alla eilífð.
Kærleiks er þörf.
Í hendur þínar fel ég vilja minn.
Í Drottins nafni.
Amen
Njótum hvers annars, dagsins og lífsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com