Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

laugardagur, janúar 06, 2007

Heim á ný

Hjónakornin í jólaboði í Borgarnesi.










Þarna er pilturinn á tæknisýningu sýnist mér.






Torfi og dætur.



Nú er hann sonur minn kominn heim á ný og í kistli. Í það minnsta er hann kominn heim og verður jarðsettur á mánudag. Foreldrar eiga ekki að lifa börnin sín svona almennt og yfirleitt, engin veit sína ævi fyrr en öll er, ég er nú aldeilis glöð með það. Og lífið heldur áfram, hvort það er kostur eða galli ætla ég ekki að velta mér upp úr.
"Það sem drepur þig ekki herðir þig." sagði sonurinn sæti oft og ég geri þau orð að mínum hér og nú.
Minningin lifir í minningunum um stórhuga og flottann son sem vildi alltaf allt fyrir alla gera og gerði ef hann gat, ég er þakklát fyrir þær, svo er nú hægt að reyna að taka sig saman í andlitinu og svara spurningu sem hann spurði fyrir hartnær þrjátíu árum: " Mamma hvernig hugsum við?" Ég held áfram að velta fyrir mér hverju ég á að svara.
Torfi hafði gaman af ljóðum og ljóðlist og eftir farandi er eitt af þeim:

brekkan

oft er brekkan brött
og býsna þung mín byrði
mér finnst oft ég standi í stað
og stefnan einskis virði
en að hika er út í hött
ég held ég viti það
ég vil sjá og sigra.
ég sættist ekki á minna
hugurinn ber mig hálfa leið
hitt er bara vinna
í brekkunni er best
bros og vinsemd æfa
það fæðist enginn fullkominn
svo fágun virðist hæfa
ég fólsku slæ á frest
og fer því með sönginn minn
ég vil sjá og sigra.
ég sættist ekki á minna
hugurinn ber mig hálfa leið
hitt er bara vinna
en sé brekkan breið.
ég brosi, laus við hlekki
á slíkum stundum gleymt mér get
svo gæfu mína blekki
en ég vil rata rétta leið
og radda við hvert skref
ég vil sjá og sigra.
ég sættist ekki á minna
hugurinn ber mig hálfa leið
hitt er bara vinna
hörður torfa 2000 - af plötunni lauf
Mér finnst Hörður líka flottur bæði innan í og utan á.
Njótum hvers annars, dagsins og lífsins.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

1 Comments:

  • Gaman að sjá þessar myndir af Torfa :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com