Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

miðvikudagur, janúar 03, 2007

Kettirnir

Okkur hér í Borganesinu fækkaði um tvo í gær, Helgi minn kom og sótti kettina sem búnir voru að vera hér í góðu yfirlæti um hátíðirnar, Loki lét nú hafa fyrir sér, svaf hljóðlega meðan leitað var af honum með tilheyrandi hótunum um að hann yrði skilinn eftir, hann lét sét fátt um finnast en Skuggi fagnaði eiganda sínum veglega. Mér finnst tómlegt í húsinu.
Enginn lengur sleikjulegur við mig í von um að fá fiskmeti.
Við höfum þó hvort annað sagði Gösli minn og brosti í kampinn, feginn að hafa rúmið fyrir sig.

Já lífið heldur áfram, skólinn byrjar á morgun hjá sonardætrunum, Renata, Soffía og jarðneskar leifar sonar míns koma til landsins og ég verð til staðar.

Í höfði mér hljómar kattardúettinn með Guðrúnu Á Símonar í aðalhlutverki, vel við hæfi í ljósi kattleysis.

Njótið hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com