Aftur sunnudgur
Eitt af því sem hægt er að ganga að vísu vikudagarnir rúlla áfam, stoppa ekki, fara ekki til baka, halda áfram. Ég veit að eftir þennan dag kemur annar dagur, mánudagur, með öllum þeim verkefnum sem liggja fyrir mánudeginum. Mér finnst öryggi fylgja svona festu.
Ég bý mig undir mánudag.
Hugsa!!!!!!! hvað liggur fyrir deginum:
Ég bý mig undir mánudag.
Hugsa!!!!!!! hvað liggur fyrir deginum:
- Vakna, gera á mér morgunverkin. Sem þýðir að ég pissa, bursta tennurnr, þvæ mér, leita uppi gleraugun mín og geri mig klára í næstu athöfn.
- Bæn og hugleiðsla, eða tala við Guð og hlusta á hann (stundum er þessi athöfn ekki í röð og reglu en fylgir morgninum)
- Kaffi og .........
- Slúðra við Gösla minn ef hann er heima
- Leita að öllu sem ég þarf að taka með mér út um allt hús og kem því fyrir á einum stað
- Fer í tölvuna á internetið, athuga hvort ég hafi misst af einhverju merkilegu og skruna svo gegn um ákveðnar síður.
- Morgunmatur (stundum)
- Sturta (alltaf)
- Finna föt fyrir daginn, stílistar heimsins yrðu ekki sammála valinu á stundum en ég og mín vellíðan eru í fyrirrúmi
- Koma mér í föt, setja upp andlit(geymt yfir nóttu í snyrtitösku) greiða mér, segja mér sjálfri að ég sé allt í lagi.
- Koma öllu út í bíl sem á að nota í deginum/vikunni og hita bílinn ef frost er úti.
- Drekka meira kaffi, tala í símann, ganga frá mesta draslinu eftir mig ( ekki alltaf, bíður mín hvort eð er þegar ég kem heim)
- Pissa ferðapissið, finna utanyfirflíkina sem ég fór úr einhverstaðar deginum áður.
- Búmmms, legg af stað til Reykjavíkur á að vera mætt klukkan ellefu.
Ég hef án efa gleymt einhverju í ofangreindri upptalningu, sérkennnilegt að skoða athafnir sína þó ekki sé nema brot úr eilífðinni.
Ein spakan hans Jóhanns Hannessonar fjallar um hvort orð séu til alls fyrst eins og víða er haldið fram. Svona lítur spakan út:
Að orð séu til allra hluta fyrst
er ekki eins tryggt og sumum gæti virst;
mér virðist dálítið vafasamt að um
hvað vatnið kallist spyrji hindin þyrst.
Njótum dagsins.
1 Comments:
Gangi þér allt í haginn, hvort heldur það eru morgunverkin, kvöldverkin eða lífið sjálft. Hlakka til að liggja reglulega á bekknum hjá þér!
By Nafnlaus, at 3:21 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home