Febrúar
Febrúar 2007 kominn, ég á náttfötunum snjór úti og Gösli minn sofandi inn í rúmi. Ég er full af öryggi ástúð og friðsæld.
Það er ótrúlega gott að elska og vera elskuð.
Helgin var full af fjöri, ungar stúlkur allar á tíunda ári, fjórar samtals héldu okkur gömlu hjónunum selskap um helgina.
Ein svarthærð, ein brúnhærð, ein skolhærð og ein ljóshærð. Snillingar allar upp til hópa.
Tvær fæddar í júlí, ein í ágúst og ein í desember.
Tvær vilja vera eldri en þær eru.
Tvær eru sáttar við aldur sinn.
Ætli það verði alltaf svoleiðis?
Á þessum aldri er spennandi að vera elst, innan tíðar verður spennandi að vera yngst.
Áður en ég átta mig verða þær orðnar mömmur og ég langamma, ég hlakka til.
Íhugun dagsins:
Hversvegna erum við mildari við aðra en okkur sjálf?
Njótum hvers annars.
Það er ótrúlega gott að elska og vera elskuð.
Helgin var full af fjöri, ungar stúlkur allar á tíunda ári, fjórar samtals héldu okkur gömlu hjónunum selskap um helgina.
Ein svarthærð, ein brúnhærð, ein skolhærð og ein ljóshærð. Snillingar allar upp til hópa.
Tvær fæddar í júlí, ein í ágúst og ein í desember.
Tvær vilja vera eldri en þær eru.
Tvær eru sáttar við aldur sinn.
Ætli það verði alltaf svoleiðis?
Á þessum aldri er spennandi að vera elst, innan tíðar verður spennandi að vera yngst.
Áður en ég átta mig verða þær orðnar mömmur og ég langamma, ég hlakka til.
Íhugun dagsins:
Hversvegna erum við mildari við aðra en okkur sjálf?
Njótum hvers annars.