Andleg ruslafata

Lí­f mitt var ekkert nema skáldskapur, dans eftir undarlegu lagi sem enginn heyrði nema ég, dagarnir mínir, stuttir og langir, vísur orð sem rímuðu ekki.

mánudagur, febrúar 05, 2007

Febrúar

Febrúar 2007 kominn, ég á náttfötunum snjór úti og Gösli minn sofandi inn í rúmi. Ég er full af öryggi ástúð og friðsæld.
Það er ótrúlega gott að elska og vera elskuð.

Helgin var full af fjöri, ungar stúlkur allar á tíunda ári, fjórar samtals héldu okkur gömlu hjónunum selskap um helgina.
Ein svarthærð, ein brúnhærð, ein skolhærð og ein ljóshærð. Snillingar allar upp til hópa.
Tvær fæddar í júlí, ein í ágúst og ein í desember.
Tvær vilja vera eldri en þær eru.
Tvær eru sáttar við aldur sinn.
Ætli það verði alltaf svoleiðis?
Á þessum aldri er spennandi að vera elst, innan tíðar verður spennandi að vera yngst.
Áður en ég átta mig verða þær orðnar mömmur og ég langamma, ég hlakka til.

Íhugun dagsins:

Hversvegna erum við mildari við aðra en okkur sjálf?

Njótum hvers annars.

Það er gott að vera til. Kveikjum á kerti

2 Comments:

  • Hæhæ Katrín hérna eða Kata kanski....
    Það er rétt með aldurinn ég man þegar ég var lítil ég meira að segja man þegar ég var 7 ára þá hlakkaði mér svo svakalega til eftir 10 ár því þá fngi ég bílpróf og ég hugsaði alltaf það sama þangað til að ég fékk bílprófið... Núna þegar ég er orðin 18 finnst mér ekkert spennandi að vera orðin eldri og langar mest að fara aftur í grunnskólan og sleppa öllum áhyggjum og veseni. Núna t.d. styttist í að systkinini mín fari að tala um að senda mig á elliheimilið;-) bráðum verð ég gamla systir en ekki stóra systir;-)
    HEhe langaði aðeins að tjá mig um þennan aldur... En Hafdís við verðum að fara drífa okkur á körfuboltaleik saman ég er búin að horfa alltof mikið á þennan handbolta;-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:57 e.h.  

  • Pistillinn þinn er skrifaður þann 5. febrúar. Á þeim tíma sem liðinn er frá innsetningu hans hefur tengdamóðir mín blessunin kvatt þetta líf og verðið jarðsett, konan mín átt 46 ára afmæli, og yngri systir hennar átt 41 árs afmæli. Auk þess á karl faðir minn 87 ára afmæli á mánudaginn kemur.

    Auk þess hefur þjóðfélagið þrisavar farið á annan endann, fyrst vegna Byrgisins, síðan Breiðuvíkur og nú fyrirhugaðrar ráðstefnu klámframleiðenda á Íslandi.

    ERGO: Okkur hérna úti er farið að langa til að sjá eitthvað frá þér. G.

    By Blogger Gunnar , at 12:54 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home


Vorið kemur með von til mí­n.
 
Sign my Guestbook from Bravenet.com Get your Free Guestbook from Bravenet.com